
Sport
Carrick til United á mánudag

Manchester United og Tottenham hafa nú komist að samkomulagi um félagaskipti enska landsliðsmannsins Michael Carrick. Ef leikmaðurinn stenst læknisskoðun og nær að ganga frá smáatriðum í samingi sínum, verður hann kynntur formlega sem nýr leikmaður Manchester-liðsins á mánudag. Talið er að kaupverðið verði fast að 18 milljónum sterlingspunda.