Hrókurinn kominn til Grænlands 1. ágúst 2006 17:30 Frá Grænlandi Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið. Lífið Menning Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið.
Lífið Menning Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira