Hrókurinn kominn til Grænlands 1. ágúst 2006 17:30 Frá Grænlandi Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið. Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið.
Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira