Grönholm sigraði

Heimamaðurinn Marcus Grönholm á Ford vann í dag öruggan sigur í Finnlandsrallinu. Grönholm hefur verið nær ósigrandi í þessari keppni undanfarin ár og kom í mark rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb frá Frakklandi sem ekur á Citroen. Mikko Hirvonen á Ford, sem einnig er heimamaður, varð þriðji. Sebastien Loeb hefur þó þægilegt forskot í stigakeppninni til heimsmeistara.