
Sport
Speed framlengir hjá Bolton

Miðjumaðurinn Gary Speed hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton um tvö ár. Speed er 36 ára gamall fyrrum landsliðsmaður Wales og kom til Bolton frá Newcastle fyrir tveimur árum. Sam Allardyce segist mjög ánægður með ákvörðun Speed að vera áfram hjá félaginu og segir hann koma með ómetanega reynslu inn í leikmannahóp liðsins.