Landsmenn hvattir til að styðja "strákinn okkar" 25. ágúst 2006 19:20 MYND/Hrönn Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim. Líklegt má telja að margir hafi mætt vansvefta í vinnuna á miðvikudögum og fimmtudögum síðustu vikurnar enda er um fátt annað rætt á kaffistofum landsins en velgengni Magna í þættinum. Þar hefur þessi söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól barist við 14 aðra söngvara frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda um það að leiða rokksveitina Supernova. Áhorfendur taka þátt í að velja söngvarann með atkvæðagreiðslu í gegnum síma og Netið og nú standa sex keppendur eftir. Í ljósi harðnandi samkeppni telja margir að Magni geti verið á leið heim í næstu viku og því ganga nú tölvuskeyti um netheima þar sem fólk er hvatt til að styðja við bakið á stráknum okkar eins og hann er kallaður. Forsvarsmenn Skjás eins, sem sýnir þáttinn, fengu upplýsingar eftir síðasta þátt að handfylli atkvæða hefði ráðið því að Magni var í hópi þriggja neðstu og því segja þeir hvert atkvæði skipta máli. Ljóst er að í heimabyggð Magna Ásgeirssonar, Bakkagerði á Borgarfirði eystra, leggja menn sitt af mörkum en þar hafa bæði heima- og ferðamenn komið saman í félagsheimilinu og fylgst með kappanum. Í hópi áhorfenda eru foreldrar Magna sem eru að sjálfsögðu stoltir af pilti. Móðir hans, Jóhanna Borgfjörð, segist hins vegar aðspurð vonast til að hann vinni ekki í þættinum og faðir hans, Ásgeir Arngrímsson, vonast til að hann fari að koma heim. Hvort foreldrunum verður að ósk sinni verður tíminn að leiða í ljós en þeir sem vilja styðja Magna geta gert það aðfararnótt miðvikudags milli klukkan 2 og 6 með því að senda SMS-skeyti eða greiða atkvæði á heimasíðunni rockstar.msn.com Fréttir Innlent Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim. Líklegt má telja að margir hafi mætt vansvefta í vinnuna á miðvikudögum og fimmtudögum síðustu vikurnar enda er um fátt annað rætt á kaffistofum landsins en velgengni Magna í þættinum. Þar hefur þessi söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól barist við 14 aðra söngvara frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda um það að leiða rokksveitina Supernova. Áhorfendur taka þátt í að velja söngvarann með atkvæðagreiðslu í gegnum síma og Netið og nú standa sex keppendur eftir. Í ljósi harðnandi samkeppni telja margir að Magni geti verið á leið heim í næstu viku og því ganga nú tölvuskeyti um netheima þar sem fólk er hvatt til að styðja við bakið á stráknum okkar eins og hann er kallaður. Forsvarsmenn Skjás eins, sem sýnir þáttinn, fengu upplýsingar eftir síðasta þátt að handfylli atkvæða hefði ráðið því að Magni var í hópi þriggja neðstu og því segja þeir hvert atkvæði skipta máli. Ljóst er að í heimabyggð Magna Ásgeirssonar, Bakkagerði á Borgarfirði eystra, leggja menn sitt af mörkum en þar hafa bæði heima- og ferðamenn komið saman í félagsheimilinu og fylgst með kappanum. Í hópi áhorfenda eru foreldrar Magna sem eru að sjálfsögðu stoltir af pilti. Móðir hans, Jóhanna Borgfjörð, segist hins vegar aðspurð vonast til að hann vinni ekki í þættinum og faðir hans, Ásgeir Arngrímsson, vonast til að hann fari að koma heim. Hvort foreldrunum verður að ósk sinni verður tíminn að leiða í ljós en þeir sem vilja styðja Magna geta gert það aðfararnótt miðvikudags milli klukkan 2 og 6 með því að senda SMS-skeyti eða greiða atkvæði á heimasíðunni rockstar.msn.com
Fréttir Innlent Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“