VICE KVÖLD Á AIRWAVES 2006 29. september 2006 11:00 Tímaritið Vice verður með sérstakt kvöld á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2006. Kvöldið fer fram á Gauknum, föstudagskvöldið 20. október og þar munu koma fram hljómsveitirnar Wolf Parade (CAN), Jeff Who?, Mammút, Jan Mayen, Hölt hóra, Vax, Lisa Lindley-Jones (UK) og 120 Days (NO). Síðastnefnda bandið er nýkomið inn á dagskrá hátíðarinnar og kemur í stað hljómsveitarinnar Cold War Kids, sem vegna framlengingu á tónleikaferð sinni með hljómsveitinni Futureheads kemst ekki á Airwaves í ár eins og fyrirhugað var. Þótt vissulega sé missir af Cold War Kids eru aðstandendur Airwaves ánægðir með að hafa náð að fylla pláss þeirra hátíðinni með jafn spennandi sveit og 120 Days. Hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning hjá VICE Records og varð þar með fyrsta norska bandið til að gera beinan plötusamning við bandaríska plötuútgáfu. Þeir hafa undanfarið fengið lofsamlega dóma hjá vefritum á borð Pitchfork og Stereogum og munu gefa út sína fyrstu breiðskífu þann 10. október, rétt fyrir tónleika sína á Airwaves. Rafræn rokktónlist 120 Days hefur verið líkt við verk ólíkra listamanna á borð við Kraftwerk, Suicide, Stereolab, The Stooges og Primal Scream. Hljómsveitin var stofnuð árið 2001 í Kristiansund á norðvesturströnd Noregs undir nafninu The Beatiful People. Eftir að hafa flutt sig um set til Osló fóru hlutirnar að gerast og í kjölfarið á EP plötunni Sedated Times, sem kom út hjá norsku indí útgáfunni Public Demand Records árið 2004, tóku við tónleikar á tónlistarhátíðum á borð við By:Larm, Oya, Reading, Leeds og Sonar. Eftir nafnabreytingu skrifaði 120 Days undir samning hjá útgáfunni Smalltown Supersound - sem staðsett er í Osló og er meðal annars er með Jaga Jazzist, Kim Hiorthoy og Lindstrom á sínum snærum - og núna síðast hjá VICE Records í Bandaríkjunum, en VICE gefur m.a. út Bloc Party, Chromeo og The Streets. Tímaritið VICE kom fyrst út í Montreal fyrir rúmlega áratug - en hefur síðan stækkað og eflst og er nú meðal stærstu tónlistar/tísku/lífstíls tímaritum heims. Sérstakar útgáfur af tímaritinu eru gefnar út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Ítalíu, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Japan og Skandinavíu. Það er skandinavíska útgáfan sem tengist VICE kvöldinu á Airwaves og sendir blaðamenn á hátíðina. VICE Scandinavia er gefið út í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og hefur rúmlega 200.000 lesendur. VICE rekur einnig VICE Records sem m.a. gefur út Bloc Party, Chromeo, The Stills, The Streets og 120 Days. Miðasala á Airwaves Miðasala á Icleand Airwaves 2006 fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miðinn er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Lífið Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Tímaritið Vice verður með sérstakt kvöld á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2006. Kvöldið fer fram á Gauknum, föstudagskvöldið 20. október og þar munu koma fram hljómsveitirnar Wolf Parade (CAN), Jeff Who?, Mammút, Jan Mayen, Hölt hóra, Vax, Lisa Lindley-Jones (UK) og 120 Days (NO). Síðastnefnda bandið er nýkomið inn á dagskrá hátíðarinnar og kemur í stað hljómsveitarinnar Cold War Kids, sem vegna framlengingu á tónleikaferð sinni með hljómsveitinni Futureheads kemst ekki á Airwaves í ár eins og fyrirhugað var. Þótt vissulega sé missir af Cold War Kids eru aðstandendur Airwaves ánægðir með að hafa náð að fylla pláss þeirra hátíðinni með jafn spennandi sveit og 120 Days. Hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning hjá VICE Records og varð þar með fyrsta norska bandið til að gera beinan plötusamning við bandaríska plötuútgáfu. Þeir hafa undanfarið fengið lofsamlega dóma hjá vefritum á borð Pitchfork og Stereogum og munu gefa út sína fyrstu breiðskífu þann 10. október, rétt fyrir tónleika sína á Airwaves. Rafræn rokktónlist 120 Days hefur verið líkt við verk ólíkra listamanna á borð við Kraftwerk, Suicide, Stereolab, The Stooges og Primal Scream. Hljómsveitin var stofnuð árið 2001 í Kristiansund á norðvesturströnd Noregs undir nafninu The Beatiful People. Eftir að hafa flutt sig um set til Osló fóru hlutirnar að gerast og í kjölfarið á EP plötunni Sedated Times, sem kom út hjá norsku indí útgáfunni Public Demand Records árið 2004, tóku við tónleikar á tónlistarhátíðum á borð við By:Larm, Oya, Reading, Leeds og Sonar. Eftir nafnabreytingu skrifaði 120 Days undir samning hjá útgáfunni Smalltown Supersound - sem staðsett er í Osló og er meðal annars er með Jaga Jazzist, Kim Hiorthoy og Lindstrom á sínum snærum - og núna síðast hjá VICE Records í Bandaríkjunum, en VICE gefur m.a. út Bloc Party, Chromeo og The Streets. Tímaritið VICE kom fyrst út í Montreal fyrir rúmlega áratug - en hefur síðan stækkað og eflst og er nú meðal stærstu tónlistar/tísku/lífstíls tímaritum heims. Sérstakar útgáfur af tímaritinu eru gefnar út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Ítalíu, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Japan og Skandinavíu. Það er skandinavíska útgáfan sem tengist VICE kvöldinu á Airwaves og sendir blaðamenn á hátíðina. VICE Scandinavia er gefið út í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og hefur rúmlega 200.000 lesendur. VICE rekur einnig VICE Records sem m.a. gefur út Bloc Party, Chromeo, The Stills, The Streets og 120 Days. Miðasala á Airwaves Miðasala á Icleand Airwaves 2006 fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miðinn er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur.
Lífið Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira