Glæsilegasti menntamálaráðherra í heiminum? 29. september 2006 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heillaði Jón Ársæl við gerð þáttarins, en hann fór með henni um víðan völl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10. Lífið Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10.
Lífið Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira