Latibær á hvíta tjaldið 30. september 2006 12:15 Stúdíó Latabæjar er eitt það fullkomnasta í heiminum. Hér má sjá starfsfólk Latabæjar við tökur á nýjust þáttaröð Latabæjar en þeim tökum er nýlokið. Tveir þættir úr nýrri þáttaröð um Latabæ verða sýndir í Sambíóunum Kringlunni sem hluti af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem fram fer dagana 28. september til 8. október. "Bíóið í Kringlunni er eitt af einungis 900 kvikmyndahúsum í heiminum sem getur sýnt efni í "High Definition". Hér er því virkilega um einstakan viðburð að ræða", segir Raymond Le Gué framleiðandi Latabæjarþáttanna sem unnið hefur með Dolby undanfarnar vikur við að undirbúa þættina fyrir þessar sýningar. "Ég hef alltaf sagt að það sé ekki erfitt að gera mig ánægðan, svo lengi sem um það allra besta er að ræða. Þegar við gerðum prófanir á Latabæjarþáttunum í sínum bestu gæðum í Sambíóunum Kringlunni í síðustu viku varð ég hins vegar algjörlega orðlaus. Gæðin voru hreint ótrúleg og loksins sáum við allan afrakstur þeirrar vinnu sem við í Latabæ höfum lagt að baki til að gera þættina að vandaðasta barnaefni sem um getur í heiminum. Þeir sem leggja leið sína í Kringlubíó til að sjá Latabæ á hvíta tjaldinu eiga án efa eftir að verða jafn undrandi og við sem að þáttunum stöndum." segir Magnús Scheving. Þegar undirbúningur fyrir fyrstu tökur á Latabæ hófst fyrir um þremur árum síðan var ákveðið að stíga skrefið til fulls og taka þættina upp í "High Definition" sem þýðir einfaldlega það að unnið er með hærri upplausn en gengur og gerist sem svo skilar sér í mun betri myndgæðum. Með þeirri ákvörðun varð Latibær fyrsta sjónvarpsefni fyrir börn sem tekið var upp í slíkum gæðum. "High Definition" er þó ekki enn komið í almenna notkun, hvorki í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi, og því hefur almenningur hingað til ekki fengið að njóta þáttanna í fullum gæðum. Nú gefst þó tækifærið þar sem Latibær hefur látið útbúa tvo þætti úr glænýrri þáttaröð til "High Definition" sýninga á hvíta tjaldinu. Í dag klukkan 16:00 verður svokölluð fagsýning á Latabæ þar Magnús Scheving leikstjóri og höfundur Latabæjar og Raymond Le Gué framleiðandi munu kynna framleiðslu þáttanna og sitja fyrir svörum að sýningu lokinni. "Ég held að margir Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því að í miðju iðnaðarhverfi í hrauninu í Garðabæ er eitt fullkomnasta stúdíó í heiminum. Það er einstakt á þann veg að öll vinna við þættina fer fram þar. Fyrir utan tökurnar sjálfar felur það í sér búninga- og leikmyndagerð, klippingu, tæknibrellur, kvikmyndatónlist, hljóðvinnslu, litvinnslu og allt annað sem þarf til að skila af sér fullunninni vöru í heimsklassa", segir Raymond. Til viðbótar við fagsýninguna í dag verða svo þrjár fjölskyldusýningar á Latabæjarþáttunum tveimur sunnudaginn 8. október í tilefni af fjölskyldudegi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Lífið Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Tveir þættir úr nýrri þáttaröð um Latabæ verða sýndir í Sambíóunum Kringlunni sem hluti af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem fram fer dagana 28. september til 8. október. "Bíóið í Kringlunni er eitt af einungis 900 kvikmyndahúsum í heiminum sem getur sýnt efni í "High Definition". Hér er því virkilega um einstakan viðburð að ræða", segir Raymond Le Gué framleiðandi Latabæjarþáttanna sem unnið hefur með Dolby undanfarnar vikur við að undirbúa þættina fyrir þessar sýningar. "Ég hef alltaf sagt að það sé ekki erfitt að gera mig ánægðan, svo lengi sem um það allra besta er að ræða. Þegar við gerðum prófanir á Latabæjarþáttunum í sínum bestu gæðum í Sambíóunum Kringlunni í síðustu viku varð ég hins vegar algjörlega orðlaus. Gæðin voru hreint ótrúleg og loksins sáum við allan afrakstur þeirrar vinnu sem við í Latabæ höfum lagt að baki til að gera þættina að vandaðasta barnaefni sem um getur í heiminum. Þeir sem leggja leið sína í Kringlubíó til að sjá Latabæ á hvíta tjaldinu eiga án efa eftir að verða jafn undrandi og við sem að þáttunum stöndum." segir Magnús Scheving. Þegar undirbúningur fyrir fyrstu tökur á Latabæ hófst fyrir um þremur árum síðan var ákveðið að stíga skrefið til fulls og taka þættina upp í "High Definition" sem þýðir einfaldlega það að unnið er með hærri upplausn en gengur og gerist sem svo skilar sér í mun betri myndgæðum. Með þeirri ákvörðun varð Latibær fyrsta sjónvarpsefni fyrir börn sem tekið var upp í slíkum gæðum. "High Definition" er þó ekki enn komið í almenna notkun, hvorki í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi, og því hefur almenningur hingað til ekki fengið að njóta þáttanna í fullum gæðum. Nú gefst þó tækifærið þar sem Latibær hefur látið útbúa tvo þætti úr glænýrri þáttaröð til "High Definition" sýninga á hvíta tjaldinu. Í dag klukkan 16:00 verður svokölluð fagsýning á Latabæ þar Magnús Scheving leikstjóri og höfundur Latabæjar og Raymond Le Gué framleiðandi munu kynna framleiðslu þáttanna og sitja fyrir svörum að sýningu lokinni. "Ég held að margir Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því að í miðju iðnaðarhverfi í hrauninu í Garðabæ er eitt fullkomnasta stúdíó í heiminum. Það er einstakt á þann veg að öll vinna við þættina fer fram þar. Fyrir utan tökurnar sjálfar felur það í sér búninga- og leikmyndagerð, klippingu, tæknibrellur, kvikmyndatónlist, hljóðvinnslu, litvinnslu og allt annað sem þarf til að skila af sér fullunninni vöru í heimsklassa", segir Raymond. Til viðbótar við fagsýninguna í dag verða svo þrjár fjölskyldusýningar á Latabæjarþáttunum tveimur sunnudaginn 8. október í tilefni af fjölskyldudegi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.
Lífið Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira