Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 6. október 2006 17:00 "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Út er komin hjá Bjarti ljóðabókin Guðlausir menn - Hulgleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal. Ingunn hlaut á miðvikudaginn bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunssonar fyrir handrit að bókinni.Dómnefndin valdi handrit Ingunnar úr fjörutíuogníu innsendum handritum og Bjartur fagnar þessari viðurkenningu á verkum skáldsins. "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Í ljóðunum birtast okkur myndir af æsku hennar og heimabyggð, ást og samkynhneigð, fjölskyldu, samfélagi og þjóðlífi. Höfuðviðfangsefnin, ást og dauði, eru sígild, en um leið eru ljóðin sprottin beint uppúr samtíð okkar þar sem fyrir augu ber umdeildar virkjanaframkvæmdir, réttindi samkynhneigðra og dægurmenningu, auk þess sem smáskilaboð símans verða hér að nýju ljóðformi. Stíll ljóðanna er tær og einfaldur, skáldið talar beint til hjartans, hlífir hvorki sér né öðrum og gefur lesandanum jöfnum höndum af sárri reynslu og ljúfri." Dómnefnd um verðlaunin skipuðu: Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, og Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur. Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum, uppalin á Jökuldal og hefur búið á Spáni, Írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd Írlands og til skamms tíma í Mexíkó. Hún er menntuð í sveitaskólum, á heimavist á Eiðum, fjölbraut í Ármúla, HÍ og Kennaraháskólanum, þar sem hún var haldin námsleiða sem ól á vínhneigð hennar. Að námi loknu náði hún gleði sinni á ný og starfaði sem kennari, af hugsjón, í nokkur ár. Auk þess að kenna íslensku, ensku og dönsku hefur Ingunn verið landpóstur, ráðskona í vegagerð, bensíntittur, hliðbjálfi, grúppía, rolluljósmóðir, skúringakona, eldabuska á leikskóla, starfsmaður á dönskum spítala, í írskum súpermarkaði, mexíkönskum tungumálaskóla, íslenskri rækjuvinnslu og verið á síldarvertíð. Ingunn er alin upp í fimm systkina hópi og er miðbarnið (sem útskýrir margt fyrir þeim sem kunna hvar-í-systkina-röðinni-fræði). Hún er þó lítið gefin fyrir hópíþróttir. Ingunn er í meistaranámi í íslensku og hljóðfræði er henni hugfólgin. Ingunn hefur áður sent frá sér ljóðabókina Á heitu malbiki árið 1995. GUÐLAUSIR MENN - HUGLEIÐINGAR UM JÖKULVATN OG ÁST er fyrsta bók hennar sem kemur út hjá Bjarti. Lífið Menning Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira
Út er komin hjá Bjarti ljóðabókin Guðlausir menn - Hulgleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal. Ingunn hlaut á miðvikudaginn bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunssonar fyrir handrit að bókinni.Dómnefndin valdi handrit Ingunnar úr fjörutíuogníu innsendum handritum og Bjartur fagnar þessari viðurkenningu á verkum skáldsins. "Handritið, sem er í senn heildstætt og fjölbreytt, felur í sér ferðasögu og ástarsögu. Ljóðmælandinn er ung kona sem heldur austur á land á æskuslóðirnar til að vera við jarðarför ömmu sinnar. Í ljóðunum birtast okkur myndir af æsku hennar og heimabyggð, ást og samkynhneigð, fjölskyldu, samfélagi og þjóðlífi. Höfuðviðfangsefnin, ást og dauði, eru sígild, en um leið eru ljóðin sprottin beint uppúr samtíð okkar þar sem fyrir augu ber umdeildar virkjanaframkvæmdir, réttindi samkynhneigðra og dægurmenningu, auk þess sem smáskilaboð símans verða hér að nýju ljóðformi. Stíll ljóðanna er tær og einfaldur, skáldið talar beint til hjartans, hlífir hvorki sér né öðrum og gefur lesandanum jöfnum höndum af sárri reynslu og ljúfri." Dómnefnd um verðlaunin skipuðu: Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar, Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur, og Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur. Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum, uppalin á Jökuldal og hefur búið á Spáni, Írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd Írlands og til skamms tíma í Mexíkó. Hún er menntuð í sveitaskólum, á heimavist á Eiðum, fjölbraut í Ármúla, HÍ og Kennaraháskólanum, þar sem hún var haldin námsleiða sem ól á vínhneigð hennar. Að námi loknu náði hún gleði sinni á ný og starfaði sem kennari, af hugsjón, í nokkur ár. Auk þess að kenna íslensku, ensku og dönsku hefur Ingunn verið landpóstur, ráðskona í vegagerð, bensíntittur, hliðbjálfi, grúppía, rolluljósmóðir, skúringakona, eldabuska á leikskóla, starfsmaður á dönskum spítala, í írskum súpermarkaði, mexíkönskum tungumálaskóla, íslenskri rækjuvinnslu og verið á síldarvertíð. Ingunn er alin upp í fimm systkina hópi og er miðbarnið (sem útskýrir margt fyrir þeim sem kunna hvar-í-systkina-röðinni-fræði). Hún er þó lítið gefin fyrir hópíþróttir. Ingunn er í meistaranámi í íslensku og hljóðfræði er henni hugfólgin. Ingunn hefur áður sent frá sér ljóðabókina Á heitu malbiki árið 1995. GUÐLAUSIR MENN - HUGLEIÐINGAR UM JÖKULVATN OG ÁST er fyrsta bók hennar sem kemur út hjá Bjarti.
Lífið Menning Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira