Vissir þú þetta? 10. október 2006 20:50 1. Sú saga gengur um bæjinn að enginn annar Erlend Øye muni þeyta skífum sem leynigestur á Airwaves barnum á Pravda. Erlend á að baki feril með Kings of Convenience, Röyksopp og gerði garðinn frægan með mixdisknum DJ Kicks þar sem hann syngur yfir og setur saman af mikilli snilld lög á borð "There Is a Light That Never Goes Out" með The Smiths, "Always on My Mind" með Peth Shop Boys, "It's a Fine Day" (made famous by Opus III), Cornelius og hans eigin lög. Erlend kemur fram á hátíðinni með hljómsveit sinni The Whitest Boy Alive á Gauknum, fimmtudagskvöldið 19. október. http://en.wikipedia.org/wiki/Erlend_Oye 2. Ghostigital verða fyrstu listamennirnir í sögu Airwaves hátíðarinnar til að sjá um eigið kvöld á hátíðinni. Ghostigital hafa boðið hingað til lands samstarfsmönnum og listamönnum sem gefa út hjá sömu útgáfu og þeir í Bandaríkjunum, Ipecac Records, þeim Dälek og Otto von Schirach. Auk þeirra koma fram Steintryggur, Hestbak, Biogen og Stilluppsteypa, sem eru að koma fram á Airwaves í fyrsta sinn. 3. Hinn bandaríski Levi Connar, sem kemur fram á Airwaves hátíðinni undir nafninu Leave Calmer á Iðnó Laugardagskvöldið 21. október 01:30, spilaði eitt sinn á trommur í hljómsveitinni Arcade Fire. Kauði ætlar að spila aukatónleika á Kaffi Hljómalind föstudagskvöldið 20. október klukkan 22:00. 4. múm munu spila sem plötusnúðar á Sirkus á opnunarkvöldi Airwaves sem hluti af 'off-venue' prógrami hátíðarinnar sem fer fram á börum, kafihúsum og plötuverslunum í miðborginni alla Airwaves helgina. 5. Hægt er að ná sér í fullt af tónlist á www.icelandairwaves.com. Með því að smella á 'Artists' og heimsækja 'prófíla' hjá þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni má hlusta, og í mörgum tilfellum niðurhala, tónlist frá hinum ýmsu listamönnum. Síðan inniheldur síðan heilan helling af upplýsingum, m.a. dagskrá hátíðarinnar í ár eins og hún leggur sig. 6. Bent og Spaceman eru nýjustu viðbæturnar við opunarkvöld hátíðarinnar á NASA sem kennt er við hip hop klúbbinn Kronik. Margir stórlaxarnir hafa spilað undir merkjum Kronik á Airwaves í gegnum tíðina og má þar nefna J-Live (2002), Killa Kela (2003), Non Phixion (2004) og The Mitchell Brothers í fyrra. Kronik kvöldið í ár verður hins vegar með fjölbreyttara hætti því indí poppsveitin Fræ treður þar upp ásamt r&b/fönk dúóinu Kenya Nemor og hip hop hetjunum í Forgotten Lores sem enda kvöldið. Jagúar hafa hins vegar afboðað fyrirhugaða tónleika sína á kvöldinu vegna þess að trommari sveitarinnar verður staddur í Kína. Þeim þykir miður að geta ekki komið fram á hátíðinni í ár. 7. Víða um borg er verið að blogga um Airwaves 2006. Hér má t.d. finna svokallað tónlistarblogg þar sem boðið er upp á niðurhal frá ýmsum listamönnum sem koma fram á hátíðinni; http://breidholt.blogspot.com/ Lífið Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
1. Sú saga gengur um bæjinn að enginn annar Erlend Øye muni þeyta skífum sem leynigestur á Airwaves barnum á Pravda. Erlend á að baki feril með Kings of Convenience, Röyksopp og gerði garðinn frægan með mixdisknum DJ Kicks þar sem hann syngur yfir og setur saman af mikilli snilld lög á borð "There Is a Light That Never Goes Out" með The Smiths, "Always on My Mind" með Peth Shop Boys, "It's a Fine Day" (made famous by Opus III), Cornelius og hans eigin lög. Erlend kemur fram á hátíðinni með hljómsveit sinni The Whitest Boy Alive á Gauknum, fimmtudagskvöldið 19. október. http://en.wikipedia.org/wiki/Erlend_Oye 2. Ghostigital verða fyrstu listamennirnir í sögu Airwaves hátíðarinnar til að sjá um eigið kvöld á hátíðinni. Ghostigital hafa boðið hingað til lands samstarfsmönnum og listamönnum sem gefa út hjá sömu útgáfu og þeir í Bandaríkjunum, Ipecac Records, þeim Dälek og Otto von Schirach. Auk þeirra koma fram Steintryggur, Hestbak, Biogen og Stilluppsteypa, sem eru að koma fram á Airwaves í fyrsta sinn. 3. Hinn bandaríski Levi Connar, sem kemur fram á Airwaves hátíðinni undir nafninu Leave Calmer á Iðnó Laugardagskvöldið 21. október 01:30, spilaði eitt sinn á trommur í hljómsveitinni Arcade Fire. Kauði ætlar að spila aukatónleika á Kaffi Hljómalind föstudagskvöldið 20. október klukkan 22:00. 4. múm munu spila sem plötusnúðar á Sirkus á opnunarkvöldi Airwaves sem hluti af 'off-venue' prógrami hátíðarinnar sem fer fram á börum, kafihúsum og plötuverslunum í miðborginni alla Airwaves helgina. 5. Hægt er að ná sér í fullt af tónlist á www.icelandairwaves.com. Með því að smella á 'Artists' og heimsækja 'prófíla' hjá þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni má hlusta, og í mörgum tilfellum niðurhala, tónlist frá hinum ýmsu listamönnum. Síðan inniheldur síðan heilan helling af upplýsingum, m.a. dagskrá hátíðarinnar í ár eins og hún leggur sig. 6. Bent og Spaceman eru nýjustu viðbæturnar við opunarkvöld hátíðarinnar á NASA sem kennt er við hip hop klúbbinn Kronik. Margir stórlaxarnir hafa spilað undir merkjum Kronik á Airwaves í gegnum tíðina og má þar nefna J-Live (2002), Killa Kela (2003), Non Phixion (2004) og The Mitchell Brothers í fyrra. Kronik kvöldið í ár verður hins vegar með fjölbreyttara hætti því indí poppsveitin Fræ treður þar upp ásamt r&b/fönk dúóinu Kenya Nemor og hip hop hetjunum í Forgotten Lores sem enda kvöldið. Jagúar hafa hins vegar afboðað fyrirhugaða tónleika sína á kvöldinu vegna þess að trommari sveitarinnar verður staddur í Kína. Þeim þykir miður að geta ekki komið fram á hátíðinni í ár. 7. Víða um borg er verið að blogga um Airwaves 2006. Hér má t.d. finna svokallað tónlistarblogg þar sem boðið er upp á niðurhal frá ýmsum listamönnum sem koma fram á hátíðinni; http://breidholt.blogspot.com/
Lífið Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira