Yfirmaður Landsíma staðfestir hlerun, segir Jón Baldvin 12. október 2006 18:44 Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. Sú sérkennilega staða er komin upp að leiðtogar stjórnarflokka Viðeyjarstjórnarinnar 1991-95, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson deila óvægið opinberlega um meinta hlerun á símum Jóns Baldvins á ráðherraárum hans. Á sunnudag greindi Jón Baldvin frá því að sími hans í utanríkisráðuneytinu - sem þá var til húsa á efstu hæð lögreglustöðvarinnar - hafi verið hleraður árið 1993. Davíð Oddsson, f.v. forsætisráðherra gerði lítið úr þessum fullyrðingum á Stöð 2 í gær og taldi þær augljóslega firru - og benti á að símarnir hefðu verið hreinsaðir af sérfræðingum NATO árlega. Í morgunútvarpsþætti Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu í morgun bætist í þessa sögu - segir Jón Baldvin frá því að í gærkvöld hafi hringt í sig fyrrverandi yfirmaður á tæknisviði Landsímans og staðfest að hann hafi orðið vitni að því að sími Jóns var hleraður. Þetta hafi verið á ráðherraárum Jóns Baldvins, en hann var ráðherra árin 1987-95. Hefði manninum ofboðið afneitun Davíðs í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld og talið að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki þagað lengur. Griendi maðurinn frá því að í tækniveri Landsímans hafi maður setið löngum stundum, vikur og mánuði og haft þann starfa einan að hlusta. Eitt skipti þegar hann hafi brugðið sér frá hafi heimildarmaðurinn hlustað í tækin og heyrt samtal á milli Jóns Baldvins og annars manns. Segir Jón Baldvin að heimildarmaðurinn muni á síðari stigum staðfesta þessa frásögn opinberlega. Það var annar maður með tækniþekkingu sem komst að því að sögn Jóns að síminn á ráðherraskrifstofunni var hleraður árið 1993. Sá maður mun ekki stíga fram af ótta við skoðanakúgun í samfélaginu - að sögn Jóns. En menn undrast það að Jón greindi ekki nánasta samstarfsmanni sínum í ríkisstjórninni Davíð Oddssyni frá þessari hlerun. Skýringin var sú segir Jón að hann taldi þá að Bandarískir agentar væru að hlera símann - og umkvörtun um slíkt hefði lítinn hljómgrunn fengið meðal Sjálfstæðismanna. Taldi Jón Baldvin að þeir menn sem fengnir voru til þess árlega á vegum NATO að kanna hvort ráðherrasímar væru hleraðir hefðu komið tækjunum fyrir. Lítið hefði þýtt að bera slíkar sakir á borð samráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin segir að þetta hlerunarmál - og önnur - verði að upplýsa. Ekki síst nú þegar fyrir liggi vilji dómsmálaráðherra á því að lögfesta tilvist leyniþjónustu á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar staðfesti fyrrverandi yfirmaður hjá Landssímanum í gærkvöld að sími Jóns var hleraður í ráðherratíð hans. Áður hafi Jón Baldvin talið víst að bandarískir njósnarar stæðu að baki og til lítils að greina samráðherrum í Sjálfstæðisflokknum frá málinu. Hann hafi ekki þá vitað af tilvist íslensku leyniþjónustunnar. Sú sérkennilega staða er komin upp að leiðtogar stjórnarflokka Viðeyjarstjórnarinnar 1991-95, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson deila óvægið opinberlega um meinta hlerun á símum Jóns Baldvins á ráðherraárum hans. Á sunnudag greindi Jón Baldvin frá því að sími hans í utanríkisráðuneytinu - sem þá var til húsa á efstu hæð lögreglustöðvarinnar - hafi verið hleraður árið 1993. Davíð Oddsson, f.v. forsætisráðherra gerði lítið úr þessum fullyrðingum á Stöð 2 í gær og taldi þær augljóslega firru - og benti á að símarnir hefðu verið hreinsaðir af sérfræðingum NATO árlega. Í morgunútvarpsþætti Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu í morgun bætist í þessa sögu - segir Jón Baldvin frá því að í gærkvöld hafi hringt í sig fyrrverandi yfirmaður á tæknisviði Landsímans og staðfest að hann hafi orðið vitni að því að sími Jóns var hleraður. Þetta hafi verið á ráðherraárum Jóns Baldvins, en hann var ráðherra árin 1987-95. Hefði manninum ofboðið afneitun Davíðs í viðtali á Stöð 2 í gærkvöld og talið að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki þagað lengur. Griendi maðurinn frá því að í tækniveri Landsímans hafi maður setið löngum stundum, vikur og mánuði og haft þann starfa einan að hlusta. Eitt skipti þegar hann hafi brugðið sér frá hafi heimildarmaðurinn hlustað í tækin og heyrt samtal á milli Jóns Baldvins og annars manns. Segir Jón Baldvin að heimildarmaðurinn muni á síðari stigum staðfesta þessa frásögn opinberlega. Það var annar maður með tækniþekkingu sem komst að því að sögn Jóns að síminn á ráðherraskrifstofunni var hleraður árið 1993. Sá maður mun ekki stíga fram af ótta við skoðanakúgun í samfélaginu - að sögn Jóns. En menn undrast það að Jón greindi ekki nánasta samstarfsmanni sínum í ríkisstjórninni Davíð Oddssyni frá þessari hlerun. Skýringin var sú segir Jón að hann taldi þá að Bandarískir agentar væru að hlera símann - og umkvörtun um slíkt hefði lítinn hljómgrunn fengið meðal Sjálfstæðismanna. Taldi Jón Baldvin að þeir menn sem fengnir voru til þess árlega á vegum NATO að kanna hvort ráðherrasímar væru hleraðir hefðu komið tækjunum fyrir. Lítið hefði þýtt að bera slíkar sakir á borð samráðherra úr Sjálfstæðisflokknum. Jón Baldvin segir að þetta hlerunarmál - og önnur - verði að upplýsa. Ekki síst nú þegar fyrir liggi vilji dómsmálaráðherra á því að lögfesta tilvist leyniþjónustu á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira