Tónlist

Sprengjuhöllin spilar á Iceland Airwaves

Efnileg hljómsveit sem heldur áfram sigurgöngu sinni inná íslenskt tónlistarsvið.
Efnileg hljómsveit sem heldur áfram sigurgöngu sinni inná íslenskt tónlistarsvið.

Hljómsveitin Sprengjuhöllin heldur áfram sigurgöngu sinni inn á hið íslenska tónlistarsvið á miðvikudagskvöldið kl. 21:45, en þá mun hljómsveitin koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni.

Tónleikarnir fara fram á Grand Rokk við Smiðjustíg.

Á tónleikunum mun gestum gefast kostur á að hlýða á helstu lög sveitarinnar, en lagið „Can't Dance" er þegar farið að klífa upp vinsældalista „alternative" útvarpsstöðvanna. Þá munu viðstaddir ekki fara varhluta af þeirri líflegu sviðsframkomu og jákvæðu útgeislun sem stafar frá meðlimum bandsins. „Radio-active" sagði einn erlendur blaðamaður eftir síðustu tónleika. „Dazzling shit" bætti annar við.

Jafnvel þeir sem hata tónlist og vita ekkert hallærislegra en fólk að dansa við ómótstæðilega takta ættu þó einnig að seðjast eitthvað á tónleikum Sprengjuhallarinnar enda eru textar sveitarinnar taldir með því efnilegasta sem heyrst hefur á Íslandi síðan einokunarversluninni var aflétt.

Sjá einnig:

www.myspace.com/sprengjuhollin

www.icelandairwaves.com/artists.asp?pageID=18&artistID=356

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.