Stærsta útboð sögunnar 20. október 2006 10:00 Fjárfestir skrá sig fyrir bréfum í Iðnaðar- og viðskiptabankanum. Mynd/AFP Fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í kínverska iðnaðar- og viðskiptabankanum, sem er einn sá stærsti í Kína og í eigu ríkisins, fyrir jafnvirði 19 milljarða bandaríkjadala, eða 1.297 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði í almennu hlutafjárútboði í dag. Þetta er stærsta útboð sögunnar. Bankinn verður skráður á markað í Hong Kong og Kína í lok mánaðarins. Mun fleiri fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í bankanum en búist var við, að sögn breska ríkisútvarpsins. Stjórnvöld í Kína munu hafa verið að taka kínverskar fjármálastofnanir í gegn undanfarið til að fyrirbyggja spillingu og lélegar fjárfestingar. Á meðal aðgerða ríkisins er að kaupa víxla og gjaldfallin lán af bankanum til að leiðrétta bókhald þeirra og bæta ímynd bankanna í augum fjárfesta. Kínverska ríkið setti iðnaðar- og viðskiptabankann á laggirnar árið 1984. Undir honum eru 21.000 útibú, 360.000 starfsmenn og viðskiptavinir eru 150 milljónir talsins. Bankinn býst við að hagnaður ársins nemi 6 milljörðum bandaríkjadala eða um 410 milljörðum íslenskra króna, sem er 116 milljörðum krónum meira en í fyrra. Með hlutafjárútboði iðnaðar- og viðskiptabankans var slegið út 8 ára gamalt met sem náðist með útboði í japanska farsímafyrirtækið NTT Mobile Communicatons Network. Í því skráðu fjárfestar sig fyrir bréfum í félaginu fyrir jafnvirði 18,4 milljarða dala, eða rúmlega 1.256 milljörðum króna, að markaðsvirði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í kínverska iðnaðar- og viðskiptabankanum, sem er einn sá stærsti í Kína og í eigu ríkisins, fyrir jafnvirði 19 milljarða bandaríkjadala, eða 1.297 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði í almennu hlutafjárútboði í dag. Þetta er stærsta útboð sögunnar. Bankinn verður skráður á markað í Hong Kong og Kína í lok mánaðarins. Mun fleiri fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í bankanum en búist var við, að sögn breska ríkisútvarpsins. Stjórnvöld í Kína munu hafa verið að taka kínverskar fjármálastofnanir í gegn undanfarið til að fyrirbyggja spillingu og lélegar fjárfestingar. Á meðal aðgerða ríkisins er að kaupa víxla og gjaldfallin lán af bankanum til að leiðrétta bókhald þeirra og bæta ímynd bankanna í augum fjárfesta. Kínverska ríkið setti iðnaðar- og viðskiptabankann á laggirnar árið 1984. Undir honum eru 21.000 útibú, 360.000 starfsmenn og viðskiptavinir eru 150 milljónir talsins. Bankinn býst við að hagnaður ársins nemi 6 milljörðum bandaríkjadala eða um 410 milljörðum íslenskra króna, sem er 116 milljörðum krónum meira en í fyrra. Með hlutafjárútboði iðnaðar- og viðskiptabankans var slegið út 8 ára gamalt met sem náðist með útboði í japanska farsímafyrirtækið NTT Mobile Communicatons Network. Í því skráðu fjárfestar sig fyrir bréfum í félaginu fyrir jafnvirði 18,4 milljarða dala, eða rúmlega 1.256 milljörðum króna, að markaðsvirði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent