OPEC dregur úr olíuframleiðslu 20. október 2006 12:18 Fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna er þeim mættu á fundinn í Katar í gær. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, ákvað á fundi sínum í arabaríkinu Katar í dag að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag strax í næsta mánuði til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þetta er 200.000 tunnum meira en búist var við. Ákvörðun samtakanna tekur gildi 1. nóvember næstkomandi en fulltrúar nokkurra aðildarríkja samtakanna segja að svo geti farið að OPEC ákveði að draga enn frekar úr olíuframleiðslu á næstunni. Niðurskurðurinn mun þó ekki hafa afgerandi áhrif á birgðastöðu helstu hagkerfa, að sögn greiningaraðila. Greiningaraðildar bjuggust almennt við að samtökin myndu minnka framleiðsluna um 1 milljón tunna á dag og því kom ákvörðunin þeim á óvart.Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 33 sent á markaði í Bandaríkjunum og fór í 58,38 dali á tunnu. Þá hækkaði olíuverðið í framvirkum samningum sömuleiðis um 85 sent og fór í 58,50 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, hækkaði um 29 sent á markaði í Bretlandi og fór í 61,16 dali á tunnu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, ákvað á fundi sínum í arabaríkinu Katar í dag að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag strax í næsta mánuði til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þetta er 200.000 tunnum meira en búist var við. Ákvörðun samtakanna tekur gildi 1. nóvember næstkomandi en fulltrúar nokkurra aðildarríkja samtakanna segja að svo geti farið að OPEC ákveði að draga enn frekar úr olíuframleiðslu á næstunni. Niðurskurðurinn mun þó ekki hafa afgerandi áhrif á birgðastöðu helstu hagkerfa, að sögn greiningaraðila. Greiningaraðildar bjuggust almennt við að samtökin myndu minnka framleiðsluna um 1 milljón tunna á dag og því kom ákvörðunin þeim á óvart.Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 33 sent á markaði í Bandaríkjunum og fór í 58,38 dali á tunnu. Þá hækkaði olíuverðið í framvirkum samningum sömuleiðis um 85 sent og fór í 58,50 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, hækkaði um 29 sent á markaði í Bretlandi og fór í 61,16 dali á tunnu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent