Mannfallstölur fást ekki lengur frá íraska heilbrigðisráðuneytinu 20. október 2006 21:53 Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks (tv.), og herskái sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr eftir fund þeirra í Najaf fyrr í vikunni. MYND/AP Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk. Ashraf Qazi, sem fer fyrir hjálparstarfi SÞ í Írak, sendi skeyti til höfuðstöðvanna í New York þar sem sagði að fulltrúar frá skrifstofu Nuris al-Malikis, forsætisráðherra, hefðu bannað heilbrigðisráðuneytinu að veita þessar upplýsingar. Stephane Dujarric, talsmaður SÞ, vildi ekki tjá sig um innihald skeytisins, sem lekið var í bandaríska blaðið Washington Post. Hann lagði þó áherslu á að samtökin hefðu haft gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið. Dujarric sagðist vona að svo yrði áfram og að málið yrði rætt við ráðamenn í Írak. Erfiðlega hefur gengið fyrir fulltrúa SÞ að verða sér úti um áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í Írak. Helst hefðu tölur fengist frá heilbriðgisráðuneytinu og frá líkhúsinu í Bagdad. Fyrr í þessum mánuði var starfsmönnum líkhússins bannað að veita slíkar upplýsingar. Stjórnendur Bandaríkjahers segjast drag tölur frá heilbrigðisráðuneytinu í efa þar sem því sé stjórnað af stuðningsmönnum herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadr. Samkvæmt nýjustu upplýsingum SÞ hafa 6.599 almennir íraskir borgarar fallið í átökum í júlí og ágúst, 700 fleiri en tvo mánuði þar á undan. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk. Ashraf Qazi, sem fer fyrir hjálparstarfi SÞ í Írak, sendi skeyti til höfuðstöðvanna í New York þar sem sagði að fulltrúar frá skrifstofu Nuris al-Malikis, forsætisráðherra, hefðu bannað heilbrigðisráðuneytinu að veita þessar upplýsingar. Stephane Dujarric, talsmaður SÞ, vildi ekki tjá sig um innihald skeytisins, sem lekið var í bandaríska blaðið Washington Post. Hann lagði þó áherslu á að samtökin hefðu haft gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið. Dujarric sagðist vona að svo yrði áfram og að málið yrði rætt við ráðamenn í Írak. Erfiðlega hefur gengið fyrir fulltrúa SÞ að verða sér úti um áreiðanlegar upplýsingar um mannfall í Írak. Helst hefðu tölur fengist frá heilbriðgisráðuneytinu og frá líkhúsinu í Bagdad. Fyrr í þessum mánuði var starfsmönnum líkhússins bannað að veita slíkar upplýsingar. Stjórnendur Bandaríkjahers segjast drag tölur frá heilbrigðisráðuneytinu í efa þar sem því sé stjórnað af stuðningsmönnum herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadr. Samkvæmt nýjustu upplýsingum SÞ hafa 6.599 almennir íraskir borgarar fallið í átökum í júlí og ágúst, 700 fleiri en tvo mánuði þar á undan.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira