Morenatti látinn laus 24. október 2006 21:47 Emilio Morenatti, ljósmyndari AP, að störfum á Gaza-svæðinu í fyrra. MYND/AP Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Fjórir byssumenn gripu Morenatti þar sem hann var á leið út úr íbúð sinni á Gaza og bifreið á vegum AP í morgun. Hann var fluttur yfir í annan bíl og honum ekið á brott í skyndi. Enginn krafa var gerð um lausnargjald og ekki var í fyrstu vitað hverjir rændu honum. Það voru fulltrúar úr heimastjórn Hamas og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem þrýstu á um lausn Morenattis. Vitni segja að hann hafi verið fluttur á skrifstofu Abbasar í Gaza í kvöld en þangað hafi hann komið í fylgd háttsettra fulltrúa öryggissveita Palestínumanna. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingarinnar, segir mannræningjanna hafa framselt Morenatti til öryggissveitarmanna. Talsmaður á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, hefur eftir forsætisráðherranum að vitað sé hverjir hafi rænt Morenatti og að þeir verði sóttir til saka. Haniyeh mun hafa þakkað innaríkisráðherra í stjórn hans og öryggissveitarmönnum fyrir það hafa lagt hönd á plóg til að tryggja lausn Morenattis. Morenatti, sem er frá Jerez á Spáni, hefur unnið fyrir AP í Jerúsalme síðan í fyrra. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, sagði fyrr í dag að ránið á honum myndi ekki gagnast málstað Palestínumanna. Aðgerðir mannræningjanna gangi gegn menningu og trú Palestínumanna. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, hafði samband við Abbas, forseta, og aðra fulltrúa Palestínumanna í dag vegna málsins. Flestir þeir útlendingar sem hafa lent í klóm palestínskra mannræningja hafa fengið frelsi á ný nokkrum klukkustundum síðar, í lengsta lagi nokkrum dögum eftir að þeim var rænt. Fyrr í mánuðinum rændu byssumenn bandarískum námsmanni sem var að vinna sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hann var látinn laus skömmu síðar. Fréttamanni og myndatökumanni Fox fréttastöðvarinnar var rænt á Gaza-svæðinu í ágúst. Þeir voru í haldi í 2 vikur áður en þeir voru látnir lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Fjórir byssumenn gripu Morenatti þar sem hann var á leið út úr íbúð sinni á Gaza og bifreið á vegum AP í morgun. Hann var fluttur yfir í annan bíl og honum ekið á brott í skyndi. Enginn krafa var gerð um lausnargjald og ekki var í fyrstu vitað hverjir rændu honum. Það voru fulltrúar úr heimastjórn Hamas og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem þrýstu á um lausn Morenattis. Vitni segja að hann hafi verið fluttur á skrifstofu Abbasar í Gaza í kvöld en þangað hafi hann komið í fylgd háttsettra fulltrúa öryggissveita Palestínumanna. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingarinnar, segir mannræningjanna hafa framselt Morenatti til öryggissveitarmanna. Talsmaður á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, hefur eftir forsætisráðherranum að vitað sé hverjir hafi rænt Morenatti og að þeir verði sóttir til saka. Haniyeh mun hafa þakkað innaríkisráðherra í stjórn hans og öryggissveitarmönnum fyrir það hafa lagt hönd á plóg til að tryggja lausn Morenattis. Morenatti, sem er frá Jerez á Spáni, hefur unnið fyrir AP í Jerúsalme síðan í fyrra. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, sagði fyrr í dag að ránið á honum myndi ekki gagnast málstað Palestínumanna. Aðgerðir mannræningjanna gangi gegn menningu og trú Palestínumanna. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, hafði samband við Abbas, forseta, og aðra fulltrúa Palestínumanna í dag vegna málsins. Flestir þeir útlendingar sem hafa lent í klóm palestínskra mannræningja hafa fengið frelsi á ný nokkrum klukkustundum síðar, í lengsta lagi nokkrum dögum eftir að þeim var rænt. Fyrr í mánuðinum rændu byssumenn bandarískum námsmanni sem var að vinna sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hann var látinn laus skömmu síðar. Fréttamanni og myndatökumanni Fox fréttastöðvarinnar var rænt á Gaza-svæðinu í ágúst. Þeir voru í haldi í 2 vikur áður en þeir voru látnir lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira