Vilja leyfa 30 grömm af maríjúana til einkaneyslu 27. október 2006 23:00 MYND/Reuters Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira