Molnuðu í höndunum á viðskiptavinum 3. nóvember 2006 21:00 Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru. Fjölmargir viðskiptavinir hinna ýmsu banka í sautján borgum og bæjum í Þýskalandi hafa setið eftir með sárt ennið síðustu vikur og mánuði þegar þeir hafa ætlað að sækja sér eyðslufé úr hraðbanka. Peningarnir hafa bókstaflega molnað í höndunum á þeim og í mörgum tilvikum leysts upp í frumeindir sínar. Fyrst fréttist af svo viðkvæmum evruseðlum í Berlín og Potsdam í júní og júlí. Síðan þá hefur tilvikum fjölgað og þýska lögreglan komin með málið á sína könnu. Að sögn Franz Christoph Zeitler, aðstoðarbankastjóra þýska seðlabankans, er ekki um galla í prentun að ræða. Ekki sé þó vitað hvort um slys eða skemmdarverk sé að ræða. Ljóst sé að sýran hafi borist í seðlana eftir að þeir komu úr prentun. Að sögn þýska blaðsins Bild er um að ræða breinnisteinssýru. Seðlarnir sem grotna í sundur eru ekki falsaðir heldur ósviknir. Zeitler segir þetta ekki það marga seðla sem um ræði þegar á heildina sé litið. Fimm milljarðar seðla séu í umferð. Hann segir þetta í fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist í Þýskalandi og ekki vitað til þess að þetta hafi gerst í öðru Evrópusambandslandi. Viðskiptavinir geta leitað til seðlabankans eða eigin viðskiptabanka með leifar seðal sinna og fengið nýja í staðinn. Þær upplýsingar fengust hjá Seðlabanka Íslands að ekki væri vitað til þess að eitthvða þessu líkt hefði gerst hér á landi og ólíklegt talið að það ætti eftir að gerast. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru. Fjölmargir viðskiptavinir hinna ýmsu banka í sautján borgum og bæjum í Þýskalandi hafa setið eftir með sárt ennið síðustu vikur og mánuði þegar þeir hafa ætlað að sækja sér eyðslufé úr hraðbanka. Peningarnir hafa bókstaflega molnað í höndunum á þeim og í mörgum tilvikum leysts upp í frumeindir sínar. Fyrst fréttist af svo viðkvæmum evruseðlum í Berlín og Potsdam í júní og júlí. Síðan þá hefur tilvikum fjölgað og þýska lögreglan komin með málið á sína könnu. Að sögn Franz Christoph Zeitler, aðstoðarbankastjóra þýska seðlabankans, er ekki um galla í prentun að ræða. Ekki sé þó vitað hvort um slys eða skemmdarverk sé að ræða. Ljóst sé að sýran hafi borist í seðlana eftir að þeir komu úr prentun. Að sögn þýska blaðsins Bild er um að ræða breinnisteinssýru. Seðlarnir sem grotna í sundur eru ekki falsaðir heldur ósviknir. Zeitler segir þetta ekki það marga seðla sem um ræði þegar á heildina sé litið. Fimm milljarðar seðla séu í umferð. Hann segir þetta í fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist í Þýskalandi og ekki vitað til þess að þetta hafi gerst í öðru Evrópusambandslandi. Viðskiptavinir geta leitað til seðlabankans eða eigin viðskiptabanka með leifar seðal sinna og fengið nýja í staðinn. Þær upplýsingar fengust hjá Seðlabanka Íslands að ekki væri vitað til þess að eitthvða þessu líkt hefði gerst hér á landi og ólíklegt talið að það ætti eftir að gerast.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira