B&L og GR semja um BMW mótaröðina 16. nóvember 2006 22:24 Ómar Örn Friðriksson, markaðsstjóri GR og Haraldur Haraldsson, hönnunarstjóri B&L, handssala nýjan samstarfssamning Bílaumboðið B&L og GR gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að GR sjái um framkvæmd alþjóðlegu mótaraðarinnar BMW Golf Cup International hér á landi. Samningurinn er til þriggja ára og er jafnframt sá fyrsti sem samningsaðilar gera með sér. B&L hefur gengist fyrir BMW Golf Cup International frá árinu 2003. Á næsta ári fer það því fram í fimmta sinn, en það hefur vaxið í að verða meðal stærstu golfmóta sumarsins með á þriðja hundrað þátttakendur. Um opið mót er að ræða, háð í tveimur styrkleikaflokkum karla og einum flokki kvenna og er það eingöngu ætlað áhugakylfingum. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki, auk þess sem sigurvegarar hvers flokks taka í boði BMW þátt í úrslitamóti mótaraðarinnar. Úrslitamót BMW Golf Cup International þykja með þeim allra veglegustu, sér lagi hvað aðstöðu og umgjörð þeirra snertir. Mótin skiptast í einstaklingskeppni annars vegar og liðakeppni hins vegar, þar sem sigurvegarar frá hverju landi mynda hverjir sitt lit. Íslensku þátttakendunum hefur vegnað ágætlega og blönduðu sér m.a. í topp þrjú baráttuna í fyrra, auk þess sem Hansína Þorkelsdóttir hlaut verðlaun fyrir lengsta drive í kvennaflokki. Sigurvegarnir frá því í ár, þau Annel Jón Þorkelsson, GSG, Jóhann Guðmundsson, GÖ og Ingunn Einarsdóttir, GKG, munu svo halda til Suður-Afríku fyrstu vikuna í desember, þar sem BMW Golf Cup International Final fer fram. Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bílaumboðið B&L og GR gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að GR sjái um framkvæmd alþjóðlegu mótaraðarinnar BMW Golf Cup International hér á landi. Samningurinn er til þriggja ára og er jafnframt sá fyrsti sem samningsaðilar gera með sér. B&L hefur gengist fyrir BMW Golf Cup International frá árinu 2003. Á næsta ári fer það því fram í fimmta sinn, en það hefur vaxið í að verða meðal stærstu golfmóta sumarsins með á þriðja hundrað þátttakendur. Um opið mót er að ræða, háð í tveimur styrkleikaflokkum karla og einum flokki kvenna og er það eingöngu ætlað áhugakylfingum. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki, auk þess sem sigurvegarar hvers flokks taka í boði BMW þátt í úrslitamóti mótaraðarinnar. Úrslitamót BMW Golf Cup International þykja með þeim allra veglegustu, sér lagi hvað aðstöðu og umgjörð þeirra snertir. Mótin skiptast í einstaklingskeppni annars vegar og liðakeppni hins vegar, þar sem sigurvegarar frá hverju landi mynda hverjir sitt lit. Íslensku þátttakendunum hefur vegnað ágætlega og blönduðu sér m.a. í topp þrjú baráttuna í fyrra, auk þess sem Hansína Þorkelsdóttir hlaut verðlaun fyrir lengsta drive í kvennaflokki. Sigurvegarnir frá því í ár, þau Annel Jón Þorkelsson, GSG, Jóhann Guðmundsson, GÖ og Ingunn Einarsdóttir, GKG, munu svo halda til Suður-Afríku fyrstu vikuna í desember, þar sem BMW Golf Cup International Final fer fram.
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira