Kona verður milljónamæringur á því að spila tölvuleik 28. nóvember 2006 19:25 Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum. Samkvæmt því á konan Second Life er sýndarheimur, eða tölvuleikur, þar sem fólk skapar sér sína eigin persónu og lifir í raun öðru lífi. Spilendur geta síðan keypt og selt hluti og Ailin Graef, konan sem um ræðir, fór að kaupa hús og landsvæði, gera þau upp og selja síðan öðrum notendum. Í dag rekur hún fyrirtæki í raunveruleikanum og er með tíu manns í vinnu við að gera upp sýndarveruleikafasteignir. Hún er ekki ein um að græða í raunveruleikanum á því sem hún gerir í sýndarveruleikanum en einn spilari þróaði tölvuleik í sýndarveruleiknum sem hann seldi síðar réttinn á til tölvuleikjarisanns Nintendo. Erlent Fréttir Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum. Samkvæmt því á konan Second Life er sýndarheimur, eða tölvuleikur, þar sem fólk skapar sér sína eigin persónu og lifir í raun öðru lífi. Spilendur geta síðan keypt og selt hluti og Ailin Graef, konan sem um ræðir, fór að kaupa hús og landsvæði, gera þau upp og selja síðan öðrum notendum. Í dag rekur hún fyrirtæki í raunveruleikanum og er með tíu manns í vinnu við að gera upp sýndarveruleikafasteignir. Hún er ekki ein um að græða í raunveruleikanum á því sem hún gerir í sýndarveruleikanum en einn spilari þróaði tölvuleik í sýndarveruleiknum sem hann seldi síðar réttinn á til tölvuleikjarisanns Nintendo.
Erlent Fréttir Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira