Árni Johnsen, sem nýlega tryggði sér annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verður með útgáfutónleika næsta föstudag. Tónleikarnir eru í tilefni af nýútkominni plötu hans Gaman að vera til. Fréttavefurinn Eyjafréttir greinir frá þessu en Árni sækir efnið á plötuna í smiðju Eyjamannanna Ása í bæ og Oddgeirs auk þess sem þar er að finna efni frá honum sjálfum. Tónleikarnir verða í Höllinni í Vestmannaeyjum.
Gaman að vera til með Árna Johnsen
