Ofsaveður og sumstaðar fárviðri 22. desember 2006 17:48 Almannavarnir biðja fólk að huga að heimferð sinni áður en það fer út á lífið í kvöld. MYND/GVA Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira