Þúsund tonn og hörkusamkeppni 28. desember 2006 18:43 Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið. Fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið.
Fréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira