Talsett og döbbuð 13. janúar 2007 15:30 Leikstjórinn Lepage nýtir sér alla möguleika talfæranna. Lipsynch er heitið á nýrri sýningu kanadíska leikstjórans og leikhúsmannsins Robert Lepage. Þar fléttir hann sjö sögum saman í stóra myndræna heild og verður verkið flutt á vegum Ex Machina og Théâtre San Frontières í Newcastle í febrúar. Þar blandar Lepage saman atvikum frá Vínarborg eftir stríðsárin, Niakarakva fyrir byltingu, Kanaríeyjum okkar tíma, Quebec, Þýskalandi og Bretlandi. Það eru níu leikarar sem flytja verkið og koma úr öllum heimsins hornum. Verkið hefur Lepage lagt með þeim. Eins og í fyrri verkum hans býður Ex Machina upp á samruna margra listgreina, en leikflokkinn setti Lepaga á stofn með aðstoð og fjármagni kanadísku ríkisstjórnarinnar fyrir fáum árum. Var honum búin einstök aðstaða í Ottawa, ekki skortir þar fé til tilrauna og úrvinnslu. Þar sitja saman við borð leikhúsmenn og sérfræðingar á tæknisviðum: leikskáld og myndlistarmenn, og koma víða að. Þannig er Lipsynch búin til. Lipsynch notfærir sér ýmis viðmót raddarinnar: talsetningu við hreyfðar varir, eftirátal, sjálfvirkar raddir og heim kvikmynda til að skoða og sýna mátt og máttleysi raddar í vestrænni menningu. Sýningar verða í Newcastle 19.-24. febrúar og er sýningin fjórar og hálf klukkustund í flutningi með hléum. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Lipsynch er heitið á nýrri sýningu kanadíska leikstjórans og leikhúsmannsins Robert Lepage. Þar fléttir hann sjö sögum saman í stóra myndræna heild og verður verkið flutt á vegum Ex Machina og Théâtre San Frontières í Newcastle í febrúar. Þar blandar Lepage saman atvikum frá Vínarborg eftir stríðsárin, Niakarakva fyrir byltingu, Kanaríeyjum okkar tíma, Quebec, Þýskalandi og Bretlandi. Það eru níu leikarar sem flytja verkið og koma úr öllum heimsins hornum. Verkið hefur Lepage lagt með þeim. Eins og í fyrri verkum hans býður Ex Machina upp á samruna margra listgreina, en leikflokkinn setti Lepaga á stofn með aðstoð og fjármagni kanadísku ríkisstjórnarinnar fyrir fáum árum. Var honum búin einstök aðstaða í Ottawa, ekki skortir þar fé til tilrauna og úrvinnslu. Þar sitja saman við borð leikhúsmenn og sérfræðingar á tæknisviðum: leikskáld og myndlistarmenn, og koma víða að. Þannig er Lipsynch búin til. Lipsynch notfærir sér ýmis viðmót raddarinnar: talsetningu við hreyfðar varir, eftirátal, sjálfvirkar raddir og heim kvikmynda til að skoða og sýna mátt og máttleysi raddar í vestrænni menningu. Sýningar verða í Newcastle 19.-24. febrúar og er sýningin fjórar og hálf klukkustund í flutningi með hléum.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein