Drottningin leiðir kapphlaupið 13. janúar 2007 11:00 Helen Mirren þykir eiga sigurinn vísan fyrir frammistöðu sína í The Queen. Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein