Idolstjörnur áberandi í fyrsta holli Eurovision 15. janúar 2007 09:00 Snorri tapaði veðmáli og syngur því í undankeppni Eurovision. „Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“