Stór og fjölbreytt 23. janúar 2007 07:45 Svali segir að Hlustendaverðlaunin verði stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Við höfum aldrei verið með hátíðina svona stóra og fjölbreytta,“ segir Svali hjá FM 957. „Íslensk popptónlist hefur þróast og breyst. Þetta er ekki bara hefðbundin sveitaballamúsík, þetta er orðið meira rokk og meira dans og melódískt rómanspopp. Ég held að þetta endurspegli hvað tónlistar-smekkur fólks er fjölbreyttur.“ Alls verða tíu verðlaun veitt, þar á meðal fyrir plötu ársins, hljómsveit ársins og fyrir tónleika ársins. Hljómsveitin Jeff Who?, sem er tilnefnd til sex verðlauna, mun koma fram ásamt m.a. Trabant, Nylon, Ampop, Togga, Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Silvíu Nótt, sem mun frumflytja nýtt lag. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Að sögn Svala hefur undirbúningurinn verið nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. „Við settum Saga film í framleiðsluna á þessu en við höfum oftast verið að vesenast í þessu sjálfir,“ segir hann. Bætir hann því við að kosningin hafi gengið mjög vel og um tuttugu þúsund atkvæði séu komin á bak við sigurvegarana. Í verðlaun verður síðan tveggja kílóa járnklumpur sem var sérsmíðaður fyrir keppnina. Hlustendaverðlaunin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hlustendaverðlaun útvarpsstöðvarinnar FM 957 verða haldin í sjöunda sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hátíðin verður jafnframt send út í heild sinni í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sirkus. „Við höfum aldrei verið með hátíðina svona stóra og fjölbreytta,“ segir Svali hjá FM 957. „Íslensk popptónlist hefur þróast og breyst. Þetta er ekki bara hefðbundin sveitaballamúsík, þetta er orðið meira rokk og meira dans og melódískt rómanspopp. Ég held að þetta endurspegli hvað tónlistar-smekkur fólks er fjölbreyttur.“ Alls verða tíu verðlaun veitt, þar á meðal fyrir plötu ársins, hljómsveit ársins og fyrir tónleika ársins. Hljómsveitin Jeff Who?, sem er tilnefnd til sex verðlauna, mun koma fram ásamt m.a. Trabant, Nylon, Ampop, Togga, Sprengjuhöllinni, Á móti sól og Silvíu Nótt, sem mun frumflytja nýtt lag. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Að sögn Svala hefur undirbúningurinn verið nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. „Við settum Saga film í framleiðsluna á þessu en við höfum oftast verið að vesenast í þessu sjálfir,“ segir hann. Bætir hann því við að kosningin hafi gengið mjög vel og um tuttugu þúsund atkvæði séu komin á bak við sigurvegarana. Í verðlaun verður síðan tveggja kílóa járnklumpur sem var sérsmíðaður fyrir keppnina.
Hlustendaverðlaunin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira