Tónlistarpeningar 23. janúar 2007 07:00 Trabant fær ferða- og kynningar-styrk úr Tónlistarsjóði, sem veitti í gær 21 milljón til ýmissa tónlistarverkefna. Tilkynnt var í gær um úthlutun úr Tónlistarsjóði sem tónlistarráð menntamálaráðuneytis er til ráðgjafar um. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitir styrki úr sjóðnum. Fjárþörf reyndist að þessu sinni langt umfram það sem til boða stóð, en sjóðurinn mun veita aðra eins fjárhæð, rúmar tuttugu milljónir, síðar á árinu. Áttatíu og tvær umsóknir bárust sjóðnum og var sótt um ríflega 80 milljónir. Úthlutað er 21 milljón sem deilist á rúm 53 verkefni. Stærsta styrkinn, 5 milljónir, fær Samtónn, en það eru heildarsamtök tónlistarinnar í landinu og rennur hann til reksturs Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar sem hefur hönd í bagga með utanferðum íslenskra tónlistarmanna. Raunar eru margir styrkjanna vegna utanfara og líka vegna vinnslu hljóðritana og útgáfu. Annar stærsti styrkurinn, 2 milljónir, rennur til þeirrar miklu hátíðar sem Tónskáldafélagið stendur fyrir þessa dagana, Myrkra músíkdaga. Sigur Rós fær milljón í styrk vegna ferða og kynningar, sömu upphæð þiggur Kirkjulistahátíðin sem Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið fyrir um langt árabil. Styrki til útgáfu fá nokkrir einstaklingar og tónlistarhópar: Aton, Sumartónleikar í Skálholti, Védís Hervör, Ragnheiður Árnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Kristján Orri Sigurleifsson, Haraldur Leví Gunnarsson, Gestur Guðnason og þau Kenya Kristín Emilíudóttir og Jason Nemor Harden. Flestir styrkjanna eru 100 þúsund. Tónleikahald af ýmsu tagi er betur styrkt: Tónlistarhátíðin Við Djúpið sem haldið hefur til við Ísafjarðardjúp fær 800 þúsund, Sumartónleikar við Mývatn 400 þúsund, Tónvinafélag Laugaborgar sem hefur verið duglegt við tónleikahald í Eyjafirði fær 500 þúsund, Reykholtshátíðin annað eins, sem og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði. Múlinn fær 400 þúsund, Kammersveitin Ísafold 200 þúsund til að koma á fót tónlistarhátíð og Adapter og Isnord sömuleiðis. Að ógleymdu Aton með hátíðina frum. Kammermúsíkklúbburinn er enn upp á árleg tillegg kominn en hann fær 500 þúsund. Mörg stök verkefni eru styrkt: Trabant fær ferðastyrk, Sumartónleikar í Skálholti fá styrk til nótnaútgáfu og tónlistarsmiðju fyrir börn. Marta Guðrún Halldórsdóttir fær 300 þúsund til að vinna við íslenska miðalda- og endurreisnartónlist og Hörður Áskelsson 200 þúsund vegna Hallgrímspassíu. Hér eru á garði svokallaðir klassískir tónlistarmenn með poppinu: Gunnar Kvaran og Mammút, KK og Maggi Eiríks sitja við sama borð og Hnúkaþeyr - blásaraoktettinn. Fræg er saga formannsins sem stóð við bátinn í naustinu og sagði við áhöfn sína: Eigum við að setja? Svo stóðu allir og biðu. Tónlistarsjóður veitir mönnum styrk til að setja fleyið á sjó. Þá er að sigla. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tilkynnt var í gær um úthlutun úr Tónlistarsjóði sem tónlistarráð menntamálaráðuneytis er til ráðgjafar um. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitir styrki úr sjóðnum. Fjárþörf reyndist að þessu sinni langt umfram það sem til boða stóð, en sjóðurinn mun veita aðra eins fjárhæð, rúmar tuttugu milljónir, síðar á árinu. Áttatíu og tvær umsóknir bárust sjóðnum og var sótt um ríflega 80 milljónir. Úthlutað er 21 milljón sem deilist á rúm 53 verkefni. Stærsta styrkinn, 5 milljónir, fær Samtónn, en það eru heildarsamtök tónlistarinnar í landinu og rennur hann til reksturs Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar sem hefur hönd í bagga með utanferðum íslenskra tónlistarmanna. Raunar eru margir styrkjanna vegna utanfara og líka vegna vinnslu hljóðritana og útgáfu. Annar stærsti styrkurinn, 2 milljónir, rennur til þeirrar miklu hátíðar sem Tónskáldafélagið stendur fyrir þessa dagana, Myrkra músíkdaga. Sigur Rós fær milljón í styrk vegna ferða og kynningar, sömu upphæð þiggur Kirkjulistahátíðin sem Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið fyrir um langt árabil. Styrki til útgáfu fá nokkrir einstaklingar og tónlistarhópar: Aton, Sumartónleikar í Skálholti, Védís Hervör, Ragnheiður Árnadóttir, Sverrir Guðjónsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Kristján Orri Sigurleifsson, Haraldur Leví Gunnarsson, Gestur Guðnason og þau Kenya Kristín Emilíudóttir og Jason Nemor Harden. Flestir styrkjanna eru 100 þúsund. Tónleikahald af ýmsu tagi er betur styrkt: Tónlistarhátíðin Við Djúpið sem haldið hefur til við Ísafjarðardjúp fær 800 þúsund, Sumartónleikar við Mývatn 400 þúsund, Tónvinafélag Laugaborgar sem hefur verið duglegt við tónleikahald í Eyjafirði fær 500 þúsund, Reykholtshátíðin annað eins, sem og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði. Múlinn fær 400 þúsund, Kammersveitin Ísafold 200 þúsund til að koma á fót tónlistarhátíð og Adapter og Isnord sömuleiðis. Að ógleymdu Aton með hátíðina frum. Kammermúsíkklúbburinn er enn upp á árleg tillegg kominn en hann fær 500 þúsund. Mörg stök verkefni eru styrkt: Trabant fær ferðastyrk, Sumartónleikar í Skálholti fá styrk til nótnaútgáfu og tónlistarsmiðju fyrir börn. Marta Guðrún Halldórsdóttir fær 300 þúsund til að vinna við íslenska miðalda- og endurreisnartónlist og Hörður Áskelsson 200 þúsund vegna Hallgrímspassíu. Hér eru á garði svokallaðir klassískir tónlistarmenn með poppinu: Gunnar Kvaran og Mammút, KK og Maggi Eiríks sitja við sama borð og Hnúkaþeyr - blásaraoktettinn. Fræg er saga formannsins sem stóð við bátinn í naustinu og sagði við áhöfn sína: Eigum við að setja? Svo stóðu allir og biðu. Tónlistarsjóður veitir mönnum styrk til að setja fleyið á sjó. Þá er að sigla.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“