Sannar og brenglaðar myndir af okkur 24. janúar 2007 04:15 Danssmiðja Íslenska dansflokksins er tilraunastöð fyrir unga danshöfunda þar sem þeim gefst tækifæri til að sýna verk í vinnslu, æfa tækni sína og þroska sköpunargáfu. Því eru sýningar danssmiðjunnar meira í ætt við gjörninga eða tilraunir, en ekki fullmótuð verk. Dansarinn Steve Lorenz gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2002 sem gestanemandi en nýtt verk eftir hann, Images, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld. Haustið 2003 var hann síðan fastráðinn sem dansari hjá Íslenska dansflokknum. Steve nam nútímadans við dansakademíuna í Rotterdam en hefur einnig lokið íþróttakennaranámi og stundað og keppt í karate. Viðfangsefni verksins eru þær myndir sem við sjáum af heiminum á degi hverjum, til dæmis gegnum fjölmiðla. Sannar og falsaðar myndir af því hvernig við lifum, hvernig heimurinn breytist. Steve spyr þannig hvort þróun mannskepnunnar miði sífellt að frekari þroska og gáfum eða hvort maðurinn sé í raun og veru svo klár. „Sagan sannar að mennirnir hafa aldrei getað búið friðsællega saman né heldur í friðsæld við náttúruna.“ Dansarar og meðhöfundar verksins eru Damian Michael Gmur, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir og Cameron Corbett. Verkið verður frumsýnt kl. 20 annað kvöld. Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Danssmiðja Íslenska dansflokksins er tilraunastöð fyrir unga danshöfunda þar sem þeim gefst tækifæri til að sýna verk í vinnslu, æfa tækni sína og þroska sköpunargáfu. Því eru sýningar danssmiðjunnar meira í ætt við gjörninga eða tilraunir, en ekki fullmótuð verk. Dansarinn Steve Lorenz gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2002 sem gestanemandi en nýtt verk eftir hann, Images, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld. Haustið 2003 var hann síðan fastráðinn sem dansari hjá Íslenska dansflokknum. Steve nam nútímadans við dansakademíuna í Rotterdam en hefur einnig lokið íþróttakennaranámi og stundað og keppt í karate. Viðfangsefni verksins eru þær myndir sem við sjáum af heiminum á degi hverjum, til dæmis gegnum fjölmiðla. Sannar og falsaðar myndir af því hvernig við lifum, hvernig heimurinn breytist. Steve spyr þannig hvort þróun mannskepnunnar miði sífellt að frekari þroska og gáfum eða hvort maðurinn sé í raun og veru svo klár. „Sagan sannar að mennirnir hafa aldrei getað búið friðsællega saman né heldur í friðsæld við náttúruna.“ Dansarar og meðhöfundar verksins eru Damian Michael Gmur, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir og Cameron Corbett. Verkið verður frumsýnt kl. 20 annað kvöld.
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein