Clive Owen, sem síðast lék í framtíðarmyndinni Children of Men, mun að öllum líkindum leika bandaríska rannsóknarlögreglumanninn Philip Marlowe í nýrri mynd.
Margir leikarar hafa farið með hlutverk skáldsagnapersónunnar Marlowe, þar á meðal Humphrey Bogart sem lék kappann í myndinni The Big Sleep árið 1946. Einnig má nefna þá Dick Powell, Robert Mitchum og Elliott Gould. Myndin með Clive Owen verður byggð á einum af bókum Raymond Chandler um Marlowe.