Biðin styttist í PS3 31. janúar 2007 00:01 Einn af fyrstu viðskiptavinunum í Tókýó í Japan þegar PS3 leikjatölvan kom þar á markað í nóvember í fyrra. Tölvan kemur á markað í Evrópu 23. mars næstkomandi. MYND/AP Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Ástæðan fyrir því að tölvan kemur á markað í Evrópu mun síðar en í Bandaríkjunum og í Japan er sú að Sony átti í vandræðum með framleiðslu á Blu-ray diskadrifi tölvunnar, sem á að samræmast stöðlum Evrópusambandsins. Leikjatölvuunnendur í Evrópu sem ekki gátu setið á sér brugðust við með ýmsum hætti, meðal annars með því að láta senda sér tölvuna frá Japan og Bandaríkjunum. Evrópusambandið brást illa við og hótaði aðgerðum til að hindra innflutninginn auk þess sem Sony sendi frá sér tilkynningu þess efnis að leikjatölvurnar sem komi á markað í Evrópu í mars muni ekki geta spilað leiki sem seldir eru í Bandaríkjunum og Japan. Sömu sögu var að segja af leikjunum. Í dýrari gerð leikjatölvunnar er 60 GB harður diskur og þráðlaus skjátenging en í ódýrari gerðinni er harði diskurinn 20 GB og tenging við skjá með snúrum. Báðar gerðir eru hins vegar með þráðlausri fjarstýringu. Leikjavísir Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Ástæðan fyrir því að tölvan kemur á markað í Evrópu mun síðar en í Bandaríkjunum og í Japan er sú að Sony átti í vandræðum með framleiðslu á Blu-ray diskadrifi tölvunnar, sem á að samræmast stöðlum Evrópusambandsins. Leikjatölvuunnendur í Evrópu sem ekki gátu setið á sér brugðust við með ýmsum hætti, meðal annars með því að láta senda sér tölvuna frá Japan og Bandaríkjunum. Evrópusambandið brást illa við og hótaði aðgerðum til að hindra innflutninginn auk þess sem Sony sendi frá sér tilkynningu þess efnis að leikjatölvurnar sem komi á markað í Evrópu í mars muni ekki geta spilað leiki sem seldir eru í Bandaríkjunum og Japan. Sömu sögu var að segja af leikjunum. Í dýrari gerð leikjatölvunnar er 60 GB harður diskur og þráðlaus skjátenging en í ódýrari gerðinni er harði diskurinn 20 GB og tenging við skjá með snúrum. Báðar gerðir eru hins vegar með þráðlausri fjarstýringu.
Leikjavísir Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira