Dúettinn Picknick heldur tónleika á Domo í kvöld. Hljómsveitina skipa þau Sigríður Eyþórsdóttir, sem áður var í Santiago, og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma.
Upptökum á fyrstu plötu Picknick er lokið og er hún væntanleg í búðir með vorinu. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.30 með upphitun Elínar Eyþórsdóttur. Miðaverð er 500 krónur.