Kristján Þorvalds og Tommi ríða á vaðið 15. febrúar 2007 09:15 Nokkrir þeirra sem munu keppa um hylli gesta Sportbarsins. MYND/Anton „Það kom mér stórkostlega á óvart hversu margir vildu vera með. Þeir virðast miklu fleiri trúbadorarnir sem vilja koma út úr skápnum en við þorðum að vona,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og einn helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar, sem hefst á Sportbarnum við Hverfisgötu í kvöld. Tólf eru skráðir til keppni en þeir sem ríða á vaðið eru Kristján Þorvaldsson ritstjóri, Börkur Karlsson tónlistarkennari og Helga Völundardóttir en þrjár konur eru skráðar til leiks. Hátíðina opnar hins vegar Tómas Tómasson Stuðmaður sem verður þá þar með fyrsti bassatrúbador sögunnar. Hann er jafnframt verndari keppninnar. Þrír keppa hvert kvöld og 24. mars verður svo úrslitakvöld keppninnar. Og mun þá troða upp, meðan atkvæði eru talin, South River Band með þá bræður Kormák og Óla Þórðar í broddi fylkingar. Sigurvegarinn fær 50 þúsund í verðlaun, annað sætið gefur þrjátíu þúsund en fjórða og fimmta tíu þúsund. „Þetta er aðallega til gamans gert,“ segir Friðrik aðspurður hvort keppnin muni ekki setja djúpt spor í menningarsöguna. „En við erum nú þegar að undirbúa næstu keppni, Stóru standpínukeppnina, en þar er um að ræða uppistandskeppni.“ Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Það kom mér stórkostlega á óvart hversu margir vildu vera með. Þeir virðast miklu fleiri trúbadorarnir sem vilja koma út úr skápnum en við þorðum að vona,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og einn helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar, sem hefst á Sportbarnum við Hverfisgötu í kvöld. Tólf eru skráðir til keppni en þeir sem ríða á vaðið eru Kristján Þorvaldsson ritstjóri, Börkur Karlsson tónlistarkennari og Helga Völundardóttir en þrjár konur eru skráðar til leiks. Hátíðina opnar hins vegar Tómas Tómasson Stuðmaður sem verður þá þar með fyrsti bassatrúbador sögunnar. Hann er jafnframt verndari keppninnar. Þrír keppa hvert kvöld og 24. mars verður svo úrslitakvöld keppninnar. Og mun þá troða upp, meðan atkvæði eru talin, South River Band með þá bræður Kormák og Óla Þórðar í broddi fylkingar. Sigurvegarinn fær 50 þúsund í verðlaun, annað sætið gefur þrjátíu þúsund en fjórða og fimmta tíu þúsund. „Þetta er aðallega til gamans gert,“ segir Friðrik aðspurður hvort keppnin muni ekki setja djúpt spor í menningarsöguna. „En við erum nú þegar að undirbúa næstu keppni, Stóru standpínukeppnina, en þar er um að ræða uppistandskeppni.“
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira