Miðasala er hafin á brekkusöng sem fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardagskvöld. Brekkusöngurinn stendur yfir frá klukkan 20.30 til 23.30 og kemur þar eingöngu fram listafólk frá Vestmannaeyjum.
Allan laugardaginn verður haldin sýningin Eyjan okkar í Smáralind þar sem fyrirtæki frá Vestmannaeyjum munu kynna vörur sína og þjónustu.
Miðasalan fer fram á midi.is, í verslunum Skífunnar og BT. Miðaverð er 1.800 krónur og eru einungis 500 sæti í boði.