Í fréttum: Þetta helst ... 19. febrúar 2007 05:00 1 Rúða lenti á höfði níu ára stúlku2 Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki3 Bellamy lamdi Riise með golfkylfu4 Britney snoðklippt á húðflúrsstofu5 Látinn fyrir framan sjónvarpið í rúmt ár ALÞINGISKOSNINGAR nálgast. Þess vegna reyna fjölmiðlar og kjósendur eftir megni að fylgjast með og greina stöðu mála í þjóðfélaginu til að geta tekið yfirvegaða afstöðu á kjördegi. Á hinni ágætu netsíðu mbl.is er hægt að sjá hvaða fréttir vekja mesta athygli og má af því draga ýmsar ályktanir. FYRSTA FRÉTTIN fjallar um málefni barna. Þar segir frá heimilisófriði er tösku var kastað í glugga. Fór stórt stykki úr rúðu niður á götu og lenti á höfði níu ára stúlku. Rúðan var lárétt þegar hún lenti en stúlkan var með húfu og í góðri úlpu svo hana sakaði ekki. ÖNNUR FRÉTTIN fjallar um menningarmál: Eiríkur Hauksson mun syngja fyrir Íslands hönd í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram 10. maí næstkomandi í Helsinki. ÞRIÐJA FRÉTTIN fjallar um íþróttir, nánar tiltekið hina vinsælu íþróttagrein karlaknattspyrnu, en enskir fjölmiðlar skýra frá því að Craig Bellamy hjá Liverpool hafi lamið félaga sinn John Arne Riise með golfkylfu í æfingabúðum liðsins í Portúgal. FJÓRÐA FRÉTTIN fjallar um tísku sem bendir til þess að stefnumið flokkanna í menningarmálum verði ofarlega á baugi í kosningunum í vor. Í fréttinni er greint frá því að söngkonan Britney Spears hafi mætt nauðasköllótt á húðflúrsstofu í Kaliforníu og látið flúra tvennar varir, rauðar og bleikar á úlnlið sinn. FIMMTA FRÉTTIN fjallar um alþjóðamál: Karlmaður fannst látinn fyrir framan sjónvarpið sitt á heimili sínu í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Þar hafði maðurinn setið látinn í stól í rúmt ár og enn var kveikt á sjónvarpinu. Þegar Ísland tekur sæti í Öryggisráði S.Þ. væri snjallt að leggja fram tillögu um alþjóðlegan orkusparnað með því að skylda sjónvarpsnotendur til að nota fjarstýringu sem slekkur á rafmagnstækjum heimilisins þegar hjarta notandans hættir að slá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
1 Rúða lenti á höfði níu ára stúlku2 Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki3 Bellamy lamdi Riise með golfkylfu4 Britney snoðklippt á húðflúrsstofu5 Látinn fyrir framan sjónvarpið í rúmt ár ALÞINGISKOSNINGAR nálgast. Þess vegna reyna fjölmiðlar og kjósendur eftir megni að fylgjast með og greina stöðu mála í þjóðfélaginu til að geta tekið yfirvegaða afstöðu á kjördegi. Á hinni ágætu netsíðu mbl.is er hægt að sjá hvaða fréttir vekja mesta athygli og má af því draga ýmsar ályktanir. FYRSTA FRÉTTIN fjallar um málefni barna. Þar segir frá heimilisófriði er tösku var kastað í glugga. Fór stórt stykki úr rúðu niður á götu og lenti á höfði níu ára stúlku. Rúðan var lárétt þegar hún lenti en stúlkan var með húfu og í góðri úlpu svo hana sakaði ekki. ÖNNUR FRÉTTIN fjallar um menningarmál: Eiríkur Hauksson mun syngja fyrir Íslands hönd í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram 10. maí næstkomandi í Helsinki. ÞRIÐJA FRÉTTIN fjallar um íþróttir, nánar tiltekið hina vinsælu íþróttagrein karlaknattspyrnu, en enskir fjölmiðlar skýra frá því að Craig Bellamy hjá Liverpool hafi lamið félaga sinn John Arne Riise með golfkylfu í æfingabúðum liðsins í Portúgal. FJÓRÐA FRÉTTIN fjallar um tísku sem bendir til þess að stefnumið flokkanna í menningarmálum verði ofarlega á baugi í kosningunum í vor. Í fréttinni er greint frá því að söngkonan Britney Spears hafi mætt nauðasköllótt á húðflúrsstofu í Kaliforníu og látið flúra tvennar varir, rauðar og bleikar á úlnlið sinn. FIMMTA FRÉTTIN fjallar um alþjóðamál: Karlmaður fannst látinn fyrir framan sjónvarpið sitt á heimili sínu í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Þar hafði maðurinn setið látinn í stól í rúmt ár og enn var kveikt á sjónvarpinu. Þegar Ísland tekur sæti í Öryggisráði S.Þ. væri snjallt að leggja fram tillögu um alþjóðlegan orkusparnað með því að skylda sjónvarpsnotendur til að nota fjarstýringu sem slekkur á rafmagnstækjum heimilisins þegar hjarta notandans hættir að slá.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun