Hasarmyndin Ghost Rider með Nicolas Cage í aðalhlutverki fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum sína fyrstu viku á lista. Þrátt fyrir að myndin hafi fengið misjafna dóma var þetta aðsókarmesta opnunarmynd ársins í Bandaríkjunum til þessa.
Í myndinni leikur Cage mótorhjólakappa sem býr yfir ofurmannlegum hæfileikum. Í öðru sæti lenti ævintýramyndin Bridge to Terabithia og í því þriðja varð Norbit með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Í fjórða og fimmta sæti voru rómantísku gamanmyndirnar Music and Lyrics og Daddy"s Little Girls.