Ósamræmi í framburði 21. febrúar 2007 06:45 Bunki dagsins. Sigurður Tómas Magnússon, sækjandi í Baugsmálinu (til hægri), afhenti sakborningi og verjendum hluta þeirra gagna sem farið var yfir í gær, við upphaf dags í héraðsdómi. MYND/GVA Forstjóra og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs bar alls ekki saman fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um fyrirtæki sem sagt er að forsvarsmenn Baugs hafi stofnað á Bahama-eyjum, og kemur við sögu í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í gær, að fyrirtækið Miramar hafi verið stofnað á Bahama-eyjum árið 1997. Þá hafi hann sjálfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja og stofnað fyrirtækið. Tryggvi sagði í samtali við Fréttablaðið að Miramar hafi verið stofnað til að stunda fasteigna- og landakaup, en aldrei hafi orðið af því að það hæfi starfsemi. Það hafi því verið lagt niður árið 1999, tveimur árum eftir stofnun. Þetta er í algerri mótsögn við það sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði við þessi sömu réttarhöld síðastliðinn fimmtudag, þegar hann hélt því statt og stöðugt fram að þetta félag hafi aldrei verið stofnað. Hann sagði að spurt hafi verið um þetta félag áður við rannsókn málsins, en það væri ekki annað en „hugarburður" lögreglu og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, spurði Jón Ásgeir nánar út í Miramar, og bar undir hann tölvupóst sem virðist koma frá Tryggva. Þar segir Tryggvi að Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að það væri „vitleysa" hjá Tryggva, og ítrekaði að félagið hefði aldrei verið stofnað. Ákæruvaldið heldur því fram að Miramar tengist skemmtibátnum Thee Viking, en Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna bátinn. Telur ákæruvaldið að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í Thee Viking yfir til Miramar. Jón Ásgeir hefur þó alltaf haldið því fram að hvorki hann né Gaumur hafi nokkurn tíma átt hlut í bátnum, og Jón Gerald var einn skráður eigandi hans. En Baugsmálið snýst ekki bara um skemmtibáta, og við skýrslutökur af Tryggva í gær viðurkenndi hann að „röð mistaka" hafi orðið til þess að kreditreikningur frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum, sem var að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi verið sendur til Baugs sumarið 2001, og færður inn í bókhaldið sem tekjur. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 46,7 milljónir króna, og í ákæru segir að með því að færa þennan „tilhæfulausa" reikning sem tekjur hafi Jón Ásgeir og Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs til að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri árið 2001. Tryggvi sagði að mistökin hefðu uppgötvast síðar þetta sama ár og verið leiðrétt, en sér hafi ekki liðið illa vegna þessara mistaka vegna þess að Baugur hefði átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á þessum tíma vegna afsláttar sem hefði verið greiddur eftir á. Mistökin hafi því ekki haft óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Baugi. Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Forstjóra og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs bar alls ekki saman fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um fyrirtæki sem sagt er að forsvarsmenn Baugs hafi stofnað á Bahama-eyjum, og kemur við sögu í Baugsmálinu. Tryggvi Jónsson, sem var aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Baugs, sagði þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í gær, að fyrirtækið Miramar hafi verið stofnað á Bahama-eyjum árið 1997. Þá hafi hann sjálfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, og Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Nordica í Bandaríkjunum, farið til Bahama-eyja og stofnað fyrirtækið. Tryggvi sagði í samtali við Fréttablaðið að Miramar hafi verið stofnað til að stunda fasteigna- og landakaup, en aldrei hafi orðið af því að það hæfi starfsemi. Það hafi því verið lagt niður árið 1999, tveimur árum eftir stofnun. Þetta er í algerri mótsögn við það sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði við þessi sömu réttarhöld síðastliðinn fimmtudag, þegar hann hélt því statt og stöðugt fram að þetta félag hafi aldrei verið stofnað. Hann sagði að spurt hafi verið um þetta félag áður við rannsókn málsins, en það væri ekki annað en „hugarburður" lögreglu og saksóknara. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, spurði Jón Ásgeir nánar út í Miramar, og bar undir hann tölvupóst sem virðist koma frá Tryggva. Þar segir Tryggvi að Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, hafi átt Miramar. Jón Ásgeir sagði að það væri „vitleysa" hjá Tryggva, og ítrekaði að félagið hefði aldrei verið stofnað. Ákæruvaldið heldur því fram að Miramar tengist skemmtibátnum Thee Viking, en Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir fjárdrátt úr Baugi til að fjármagna bátinn. Telur ákæruvaldið að til hafi staðið að færa eignarhald Fjárfestingafélagsins Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs, í Thee Viking yfir til Miramar. Jón Ásgeir hefur þó alltaf haldið því fram að hvorki hann né Gaumur hafi nokkurn tíma átt hlut í bátnum, og Jón Gerald var einn skráður eigandi hans. En Baugsmálið snýst ekki bara um skemmtibáta, og við skýrslutökur af Tryggva í gær viðurkenndi hann að „röð mistaka" hafi orðið til þess að kreditreikningur frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum, sem var að hálfu leyti í eigu Baugs, hafi verið sendur til Baugs sumarið 2001, og færður inn í bókhaldið sem tekjur. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 46,7 milljónir króna, og í ákæru segir að með því að færa þennan „tilhæfulausa" reikning sem tekjur hafi Jón Ásgeir og Tryggvi hagrætt bókhaldi Baugs til að gefa ranga mynd af stöðu fyrirtækisins í hálfs árs uppgjöri árið 2001. Tryggvi sagði að mistökin hefðu uppgötvast síðar þetta sama ár og verið leiðrétt, en sér hafi ekki liðið illa vegna þessara mistaka vegna þess að Baugur hefði átt 60-70 milljónir inni hjá SMS á þessum tíma vegna afsláttar sem hefði verið greiddur eftir á. Mistökin hafi því ekki haft óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Baugi.
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira