Ástin og gleymskan 26. febrúar 2007 09:45 Endurheimtir ást og minningar Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Elva Ósk Ólafsdóttir leika í nýju verki eftir Eric-Emmanuel Schmitt. mynd/eddi Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Æfingar eru hafnar á nýju leikriti eftir Eric-Emmanuel Schmitt í Þjóðleikhúsinu. Verkið „Hjónabandsglæpir“ verður frumsýnt í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman þann 18. apríl næstkomandi. Leikrit Schmitts „Abel Snorko býr einn“ og „Gesturinn“ hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra áhorfenda en Hjónabandsglæpir er eitt af nýjustu leikverkum skáldsins og hefur hlotið frábærar viðtökur, jafnt í heimalandi höfundar sem erlendis. Von er á Schmitt í heimsókn til landsins í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? en hann verður gestur í Viku bókarinnar um miðjan apríl. Hjónabandsglæpir er nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna. Hjón hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Með hlutverkin tvö í sýningunni fara Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Höfundur leikmyndar og búninga er Jón Axel Björnsson, tónlist semur Óskar Guðjónsson og þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira