Bresku hljómsveitirnar Klaxons, sem spilaði á síðustu Airwaves-hátíð, og Basement Jaxx hafa bæst hóp þeirra sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í byrjun júlí.
Áður höfðu stór nöfn á borð við The Red Hot Chili Peppers og Björk boðað komu sína á hátíðina. Á heimasíðunni roskilde-festival.is er nú í gangi leikur þar sem hægt er að vinna tvo miða á hátíðina. Dregið verður út réttum svörum þann 1. apríl næstkomandi.