Leikjavísir

PS3 í öðru sæti

playstation 3
playstation 3

Leikjatölvan PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony sem kom á markað í Bandaríkjunum og í Japan um miðjan nóvember í fyrra, er í öðru sæti yfir mest seldu leikjatölvur fyrirtækisins í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Stefnt er á að tölvan komi á markað í Evrópu undir lok næsta mánaðar.

Forsvarsmenn Sony viðurkenna fúslega að salan á leikjatölvunni hafi farið hægt af stað. Hún hafi hins vegar færst hægt og bítandi í aukana og geti niðurstaðan vart verið betri, að þeirra mati.

Sony seldi 243.443 PS3 leikjatölvur í Bandaríkjunum í janúar. Til samanburðar er sala á PS2 enn með ágætum en 299.352 leikjatölvur af þeirri gerð seldust vestanhafs á sama tíma. Í þriðja sæti er svo PSP-leikjatölvan sem seldist í 210.719 eintökum.

David Karraker, talsmaður Sony í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið almennt ánægt með undirtektirnar sem tölvan hefur fengið hjá leikjaunnendum. Tölvuleikjaunnendur virðast hafa tekið vel í úrvalsleiki á borð við MotorStorm og Virtual Figher 5.

Hann býst engu að síður við áframhaldandi góðri sölu á PS2, ekki síst eftir að tölvuleikurinn God of War 2 kemur á markað. Von er á honum í næsta mánuði og gerir Karraker ráð fyrir góðri sölu á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.