Kristín leikstýrir með Vesturporti 8. mars 2007 06:15 „Við höfum verið að gera heilmikið saman," segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri um samstarf sitt við Kristínu Ólafsdóttur, eiginkonu athafnamannsins Björgúlfs Thors Björgólfssonar. Kristín er aðstoðarleikstjóri söngleiksins Ást sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. Söngleikurinn er eftir Víking Kristjánsson og Gísla Örn Garðarsson sem jafnframt er leikstjóri. Það er Vesturport sem setur söngleikinn upp í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Með aðalhlutverkin fara margir af helstu leikurum landsins og nægir þar að nefna Kristbjörgu Kjeld og Magnús Ólafsson en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu leikur verðandi þingframbjóðandinn Ómar Ragnarsson eitt aðalhlutverkanna. Gísli Örn segir að samstarf Vesturports og Kristínar eigi sér nokkuð langan aðdraganda. „Hún framleiddi myndina Love is in the Air sem fjallaði um ferð Vesturports til London þegar Rómeó & Júlía var sett upp," segir Gísli en segja má að verkið hafi komið íslenskri leikhúsmenningu á kortið á Englandi. „Þá var hún einnig einn af framleiðendum kvikmyndanna Barna og Foreldra," bætir hann við. Gísli segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina um ástir á elliheimilinu í maganum og viðraði hana öðru hvoru við Kristínu. „Hún sýndi þessu mikinn áhuga og vildi í raun strax fá að vera með," útskýrir Gísli og bætir við að Kristín hafi gjarnan viljað reyna sig við leikhúsið eftir að hafa aðallega einbeitt sér að kvikmyndagerð. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Við höfum verið að gera heilmikið saman," segir Gísli Örn Garðarsson leikstjóri um samstarf sitt við Kristínu Ólafsdóttur, eiginkonu athafnamannsins Björgúlfs Thors Björgólfssonar. Kristín er aðstoðarleikstjóri söngleiksins Ást sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. Söngleikurinn er eftir Víking Kristjánsson og Gísla Örn Garðarsson sem jafnframt er leikstjóri. Það er Vesturport sem setur söngleikinn upp í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Með aðalhlutverkin fara margir af helstu leikurum landsins og nægir þar að nefna Kristbjörgu Kjeld og Magnús Ólafsson en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu leikur verðandi þingframbjóðandinn Ómar Ragnarsson eitt aðalhlutverkanna. Gísli Örn segir að samstarf Vesturports og Kristínar eigi sér nokkuð langan aðdraganda. „Hún framleiddi myndina Love is in the Air sem fjallaði um ferð Vesturports til London þegar Rómeó & Júlía var sett upp," segir Gísli en segja má að verkið hafi komið íslenskri leikhúsmenningu á kortið á Englandi. „Þá var hún einnig einn af framleiðendum kvikmyndanna Barna og Foreldra," bætir hann við. Gísli segir að hann hafi lengi gengið með hugmyndina um ástir á elliheimilinu í maganum og viðraði hana öðru hvoru við Kristínu. „Hún sýndi þessu mikinn áhuga og vildi í raun strax fá að vera með," útskýrir Gísli og bætir við að Kristín hafi gjarnan viljað reyna sig við leikhúsið eftir að hafa aðallega einbeitt sér að kvikmyndagerð.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein