Kaupréttur vegna hagsmuna hluthafa 8. mars 2007 06:45 Vitnaleiðslur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, settist í vitnastúkuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar vitnaleiðslum í Baugsmálinu var fram haldið. MYNDGVA Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið. Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið.
Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira