Saknar einskis 10. mars 2007 00:01 Kristján Kristjánsson Fréttablaðið/valli Kristján hefur víða komið við á ævinni: Hann nam bókmenntir við Háskóla Íslands, fór svo utan til náms í Þýskalandi og Englandi. Starf hans hjá FL Group er starf sem mörgum hefur þótt ganga þvert á starf fréttamanna en þeirra hlutverk hefur löngum þótt snúast um að leita sannleikans sama hversu ljótur hann er. Kristján segir muninn á störfunum ekki mikinn og saknar einskis. Nú eru ýmis ný teikn á lofti í íslenskum stjórnmálum auk þess sem þinn fyrri vinnustaður, Kastljós, hefur tekið miklum breytingum, þykir þér ekkert erfitt að standa utan við þetta allt saman? „Það plagar mig síður en svo að standa utan við kosningaumfjöllunina. Ég hef fengið minn skammt af viðtölum við stjórnmálamenn í gegnum tíðina. Þannig að það er ekki vandamál. Alls ekki.“ Kristján vill ekki gefa fyrrverandi samstarfsmönnum sínum neina einkunn en segist samt aldrei hafa verið aðdáandi svokallaðs „séð og heyrt-hluta“ af þáttum eins og Kastljósi, eins og allir kollegar hans viti. „Ég reyndi oft að predika það að allt er skemmtilegt sem vel er gert en fólk í sjónvarpi hefur einhverra hluta vegna stöðugar áhyggjur af því að það sé ekki nógu skemmtilegt og ekkert virðist vera eins skelfilegt í augum þeirra og það. Mér þykir þessi ótti oft þróast út í það að ef ekki er flissað á þriggja mínútna fresti hljóti umfjöllunin að vera leiðinleg. Þetta er misskilningur að mínu viti. Sú umfjöllun sem fólk man eftir er sú umfjöllun sem er vel unnin, tekur á alvarlegum efnum og leyfir sér að vera alvarleg og dvelja við efnið. Ég hef einfaldlega þá kenningu að það sem vel er gert sé áhugavert og þar með skemmtilegt. Þegar menn verða of hræddir við að verða leiðinlegir, verður endirinn eitthvert flissprógramm og þá verður umfjöllunin einstaklega leiðinleg og sérstaklega innihaldslaus. Það er þá sem áhorfendurnir fá kjánahroll, standa upp og slökkva. En ég er ekkert að segja að þetta eigi við Kastljósið, frekar en aðra þætti, þetta er bara tilhneiging sem er mjög sterk í sjónvarpi. Almennt finnst mér mínir fyrrverandi samstarfsmenn og vinir standa sig vel í erli dagsins, það er enginn leikur að halda svona þætti gangandi frá degi til dags þannig að öllum líki.“ Stundum hefur því verið haldið fram að starf upplýsingafulltrúa felist í að slá ryki í augu blaðamanna og almennings. Hvernig er að fara úr fréttamennsku yfir í starf upplýsingafulltrúa? „Staðreyndin er nú sú að blaðamenn eru langt því frá eins heilagir og þeir vilja að annað fólk haldi. Blaðamenn eru bara í vinnu hjá einhverjum eins og allir aðrir og eru ekkert minna eða meira háðir eigendum sínum en annað fólk. Hver maður hefur sitt starf. Starf mitt getur verið að tala fyrir hönd einhvers fyrirtækis og í því felst ekki lægri siðferðisþröskuldur en þegar skrifaðar eru fréttir eða tekin viðtöl, síður en svo. Siðferði manna fer eftir upplagi þeirra. Ef maður er óheiðarlegur verður maður ekki sjálfkrafa siðlegur og heiðarlegur við að skella starfstitlinum blaðamaður aftan við nafnið sitt í símaskránni. Það er alger misskilningur. Ég sé ekki að þetta geti farið eftir nokkru öðru heldur en því hvernig maður sjálfur er gerður.“ Kristján er kvæntur Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands, og þau eiga saman fjögur börn. Hvernig skyldi ganga að samhæfa líf svona stórrar fjölskyldu og starf þar sem maður virðist sífellt þurfa að vera á vaktinni? „Vissulega er þetta krefjandi en það er nú ekki þannig að Hannes [Smárason] hringi í mig um miðjar nætur og reki mig á lappir en auðvitað verður maður að standa klár á sínu hvort sem það er í starfi eða fjölskyldulífi. Auðvitað getur verið erfitt að finna tíma til að sinna fjölskyldunni jafn vel og maður vildi en hitt er svo annað mál að ég kem nú ekki úr fjölskylduvænsta starfi sem fyrir finnst. Í fréttamennskunni var ég alltaf að vinna til klukkan níu á kvöldin, nú er ég oftast heima á kvöldmatartímanum en á móti oft að vinna heima á kvöldin, um helgar, ég er í útlöndum eða vinna um nætur þegar verið er að loka samningum. En þetta er svo sannarlega ekki verra starf en það sem ég var í hvað þetta varðar. Svo er líka spurning hvort hægt sé að finna starf sem er fjölskylduvænt. Ég er ekki viss um að það sé til. Störf eru í eðli sínu þannig að þau taka tíma. Sum gera miklar kröfur, eins og það sem ég sinni.“ Og Kristján heldur áfram: „Allir foreldrar eru með samviskubit af því það er alltaf verið að segja þeim að eyða meiri tíma með börnunum. Ég hef reynt eins og svo margir að koma að félagslífi barna minna eins og ég get. Þau elstu eru í tónlistarskóla, þrjú þeirra spila eða hafa spilað fótbolta með Þrótti og öll eru á skíðum, sá yngsti, sem er tæplega þriggja ára, er ekki með enn sem komið er. Ég hef reynt að elta þau í þetta eins og maður þarf að gera. Ég er ekki sá duglegasti í heimi en hef norpað á hliðarlínunni eða staðið við brautir á skíðamótum í ansi margar klukkustundir undanfarin ár og setið marga fundi í foreldraráðum og stjórnum. Það er tímafrekt að eiga börn þannig að maður má hafa sig allan við til að halda utan um þetta. Það kemur starfi mínu samt ekki endilega við, það er einfaldlega þannig að það er ekki mikið samræmi í þeim kröfum sem gerðar eru til foreldra og þeim tíma sem þeir fá til að uppfylla kröfurnar. Það þýðir lítið að blaðra bara um gildi fjölskyldunnar, staðreyndin er sú að helsti samkomustaður langflestra fjölskyldna í dag er bíllinn en ekki þetta friðhelga heimili sem alltaf er verið að nefna í einhverjum dýrðarljóma. Ef fólk er ekki á þeytingi sjálft, þá er það að þeytast með börnin milli staða. Ég held að rétt væri að skólar og frístundastarf og vinnutími væri samræmt og innan skikkanlegs tímaramma, það væri fyrsta skrefið í átt að fjölskylduvænni stefnu af hálfu ríkisstjórna, sveitarfélaga og annarra sem koma að þessum málum.“ Hvers vegna tókstu ákvörðun um að skipta um starf? „Ég var búinn að vinna í tæplega tíu ár hjá Ríkisútvarpinu og það er nú einu sinni þannig að þegar maður er sýnilegur í starfi þá er maður stöðugt að fá atvinnutilboð, stundum mörg á ári. Ég hafði aldrei sýnt þeim sérstakan áhuga þótt mörg hafi eflaust verið spennandi. Þegar FL Group hafði samband hugsaði ég með mér að ég myndi ekki fá tilboð sem væri meira spennandi. Fyrirtækið er ungt, stórt en samt fámennt, dýnamískt og getur farið hvert sem er og veit hvað það vill, ólíkt Ríkisútvarpinu. Auk þess spilaði það stóra rullu að mér þótti ágætt að fara áður en allir yrðu hundleiðir á mér.“ Hvað finnst þér um svokallaða „ohf.-væðingu“ Ríkisútvarpsins? „Mér finnst það hárrétt ákvörðun og löngu tímabær. Að sama skapi finnst mér algerlega fráleitur málflutningur frá til dæmis Vinstri grænum sem tala um að færa þjóðinni Ríkisútvarpið aftur. Ríkisútvarpið er alveg jafn mikið í eigu almennings nú og það var. Ekki vilja menn halda í það lamaða stjórnkerfi sem útvarpsráð undirmálsfólks úr stjórnmálaflokkum var. Ég trúi því ekki. Breytingar eru Ríkisútvarpinu algerlega nauðsynlegar. Þetta var staðnað apparat án framtíðarsýnar. Það vantaði stefnu og kraft og því finnst mér mjög gott að rekstrarforminu hafi verið breytt. það er nauðsynlegt að stokka upp í þessu og að menn geri sér sæmilega ljóst hvað þeir vilja að Ríkisútvarpið geri og til hvers það er. Það hefur ekki verið á hreinu sem er alveg fullkomlega fáránlegt. Það getur hver sem er sagt fréttir og gert skemmtiþætti eða endurvarpað erlendu efni og því ekki hægt að réttlæta tilveru Ríkisútvarpsins með því. Ríkisútvarpið á sér bara eina réttlætingu, það þarf að geta sýnt innlendan vinkil á veruleikann í dagskrárgerð betur en nokkur annar. Ef það gerir það ekki, þá er tilgangslaust að reka það.“ Þú sagðir í upphafi að þú saknaðir þess ekki að vera í eldlínunni fyrir þessar kosningar. Sérðu ekki fyrir þér að snúa aftur í hlutverk spyrilsins á skjánum? „Nei, ekki sem stendur í það minnsta. Þetta var vissulega stórskemmtilegt starf, þroskandi og fjölbreytt og ég hef alltaf unnið með einstaklega skemmtilegu og góðu samstarfsfólki. En það hefur allt sinn tíma og breytingar eru nauðsynlegar til að halda heilanum í lagi. En auðvitað á maður aldrei að segja aldrei, ég vann á blaði og ætlaði aldrei að verða útvarpsmaður, svo varð ég útvarpsmaður og ætlaði aldrei í sjónvarpið en svo var ég allt í einu orðinn sjónvarpsmaður. Aldrei óraði mig fyrir því að ég ætti eftir að vinna hjá alþjóðlegu fjárfestingafélagi. Þannig að þú sérð að þetta er ekki mjög skipulagt líf, markmiðin eru þokukennd en til allrar hamingju hefur þetta lukkast þokkalega fram að þessu þrátt fyrir það.“ Hvað gerirðu þegar þú ert ekki í vinnunni eða að sinna fjölskyldunni? „Hangi á barnum. Nei, ekki alveg. Ég stend í stríði þessa dagana, hættur að reykja eftir tuttugu og eitthvað ár, svo er ég að skipuleggja ferð til Írans um páskana og í árslok ætla ég að vinna afrek sem ég er að undirbúa mig fyrir.“ Hvað er það? „Segi það ekki, talaðu við mig í desember og þá skal ég segja þér hvort það tókst.“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Kristján hefur víða komið við á ævinni: Hann nam bókmenntir við Háskóla Íslands, fór svo utan til náms í Þýskalandi og Englandi. Starf hans hjá FL Group er starf sem mörgum hefur þótt ganga þvert á starf fréttamanna en þeirra hlutverk hefur löngum þótt snúast um að leita sannleikans sama hversu ljótur hann er. Kristján segir muninn á störfunum ekki mikinn og saknar einskis. Nú eru ýmis ný teikn á lofti í íslenskum stjórnmálum auk þess sem þinn fyrri vinnustaður, Kastljós, hefur tekið miklum breytingum, þykir þér ekkert erfitt að standa utan við þetta allt saman? „Það plagar mig síður en svo að standa utan við kosningaumfjöllunina. Ég hef fengið minn skammt af viðtölum við stjórnmálamenn í gegnum tíðina. Þannig að það er ekki vandamál. Alls ekki.“ Kristján vill ekki gefa fyrrverandi samstarfsmönnum sínum neina einkunn en segist samt aldrei hafa verið aðdáandi svokallaðs „séð og heyrt-hluta“ af þáttum eins og Kastljósi, eins og allir kollegar hans viti. „Ég reyndi oft að predika það að allt er skemmtilegt sem vel er gert en fólk í sjónvarpi hefur einhverra hluta vegna stöðugar áhyggjur af því að það sé ekki nógu skemmtilegt og ekkert virðist vera eins skelfilegt í augum þeirra og það. Mér þykir þessi ótti oft þróast út í það að ef ekki er flissað á þriggja mínútna fresti hljóti umfjöllunin að vera leiðinleg. Þetta er misskilningur að mínu viti. Sú umfjöllun sem fólk man eftir er sú umfjöllun sem er vel unnin, tekur á alvarlegum efnum og leyfir sér að vera alvarleg og dvelja við efnið. Ég hef einfaldlega þá kenningu að það sem vel er gert sé áhugavert og þar með skemmtilegt. Þegar menn verða of hræddir við að verða leiðinlegir, verður endirinn eitthvert flissprógramm og þá verður umfjöllunin einstaklega leiðinleg og sérstaklega innihaldslaus. Það er þá sem áhorfendurnir fá kjánahroll, standa upp og slökkva. En ég er ekkert að segja að þetta eigi við Kastljósið, frekar en aðra þætti, þetta er bara tilhneiging sem er mjög sterk í sjónvarpi. Almennt finnst mér mínir fyrrverandi samstarfsmenn og vinir standa sig vel í erli dagsins, það er enginn leikur að halda svona þætti gangandi frá degi til dags þannig að öllum líki.“ Stundum hefur því verið haldið fram að starf upplýsingafulltrúa felist í að slá ryki í augu blaðamanna og almennings. Hvernig er að fara úr fréttamennsku yfir í starf upplýsingafulltrúa? „Staðreyndin er nú sú að blaðamenn eru langt því frá eins heilagir og þeir vilja að annað fólk haldi. Blaðamenn eru bara í vinnu hjá einhverjum eins og allir aðrir og eru ekkert minna eða meira háðir eigendum sínum en annað fólk. Hver maður hefur sitt starf. Starf mitt getur verið að tala fyrir hönd einhvers fyrirtækis og í því felst ekki lægri siðferðisþröskuldur en þegar skrifaðar eru fréttir eða tekin viðtöl, síður en svo. Siðferði manna fer eftir upplagi þeirra. Ef maður er óheiðarlegur verður maður ekki sjálfkrafa siðlegur og heiðarlegur við að skella starfstitlinum blaðamaður aftan við nafnið sitt í símaskránni. Það er alger misskilningur. Ég sé ekki að þetta geti farið eftir nokkru öðru heldur en því hvernig maður sjálfur er gerður.“ Kristján er kvæntur Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands, og þau eiga saman fjögur börn. Hvernig skyldi ganga að samhæfa líf svona stórrar fjölskyldu og starf þar sem maður virðist sífellt þurfa að vera á vaktinni? „Vissulega er þetta krefjandi en það er nú ekki þannig að Hannes [Smárason] hringi í mig um miðjar nætur og reki mig á lappir en auðvitað verður maður að standa klár á sínu hvort sem það er í starfi eða fjölskyldulífi. Auðvitað getur verið erfitt að finna tíma til að sinna fjölskyldunni jafn vel og maður vildi en hitt er svo annað mál að ég kem nú ekki úr fjölskylduvænsta starfi sem fyrir finnst. Í fréttamennskunni var ég alltaf að vinna til klukkan níu á kvöldin, nú er ég oftast heima á kvöldmatartímanum en á móti oft að vinna heima á kvöldin, um helgar, ég er í útlöndum eða vinna um nætur þegar verið er að loka samningum. En þetta er svo sannarlega ekki verra starf en það sem ég var í hvað þetta varðar. Svo er líka spurning hvort hægt sé að finna starf sem er fjölskylduvænt. Ég er ekki viss um að það sé til. Störf eru í eðli sínu þannig að þau taka tíma. Sum gera miklar kröfur, eins og það sem ég sinni.“ Og Kristján heldur áfram: „Allir foreldrar eru með samviskubit af því það er alltaf verið að segja þeim að eyða meiri tíma með börnunum. Ég hef reynt eins og svo margir að koma að félagslífi barna minna eins og ég get. Þau elstu eru í tónlistarskóla, þrjú þeirra spila eða hafa spilað fótbolta með Þrótti og öll eru á skíðum, sá yngsti, sem er tæplega þriggja ára, er ekki með enn sem komið er. Ég hef reynt að elta þau í þetta eins og maður þarf að gera. Ég er ekki sá duglegasti í heimi en hef norpað á hliðarlínunni eða staðið við brautir á skíðamótum í ansi margar klukkustundir undanfarin ár og setið marga fundi í foreldraráðum og stjórnum. Það er tímafrekt að eiga börn þannig að maður má hafa sig allan við til að halda utan um þetta. Það kemur starfi mínu samt ekki endilega við, það er einfaldlega þannig að það er ekki mikið samræmi í þeim kröfum sem gerðar eru til foreldra og þeim tíma sem þeir fá til að uppfylla kröfurnar. Það þýðir lítið að blaðra bara um gildi fjölskyldunnar, staðreyndin er sú að helsti samkomustaður langflestra fjölskyldna í dag er bíllinn en ekki þetta friðhelga heimili sem alltaf er verið að nefna í einhverjum dýrðarljóma. Ef fólk er ekki á þeytingi sjálft, þá er það að þeytast með börnin milli staða. Ég held að rétt væri að skólar og frístundastarf og vinnutími væri samræmt og innan skikkanlegs tímaramma, það væri fyrsta skrefið í átt að fjölskylduvænni stefnu af hálfu ríkisstjórna, sveitarfélaga og annarra sem koma að þessum málum.“ Hvers vegna tókstu ákvörðun um að skipta um starf? „Ég var búinn að vinna í tæplega tíu ár hjá Ríkisútvarpinu og það er nú einu sinni þannig að þegar maður er sýnilegur í starfi þá er maður stöðugt að fá atvinnutilboð, stundum mörg á ári. Ég hafði aldrei sýnt þeim sérstakan áhuga þótt mörg hafi eflaust verið spennandi. Þegar FL Group hafði samband hugsaði ég með mér að ég myndi ekki fá tilboð sem væri meira spennandi. Fyrirtækið er ungt, stórt en samt fámennt, dýnamískt og getur farið hvert sem er og veit hvað það vill, ólíkt Ríkisútvarpinu. Auk þess spilaði það stóra rullu að mér þótti ágætt að fara áður en allir yrðu hundleiðir á mér.“ Hvað finnst þér um svokallaða „ohf.-væðingu“ Ríkisútvarpsins? „Mér finnst það hárrétt ákvörðun og löngu tímabær. Að sama skapi finnst mér algerlega fráleitur málflutningur frá til dæmis Vinstri grænum sem tala um að færa þjóðinni Ríkisútvarpið aftur. Ríkisútvarpið er alveg jafn mikið í eigu almennings nú og það var. Ekki vilja menn halda í það lamaða stjórnkerfi sem útvarpsráð undirmálsfólks úr stjórnmálaflokkum var. Ég trúi því ekki. Breytingar eru Ríkisútvarpinu algerlega nauðsynlegar. Þetta var staðnað apparat án framtíðarsýnar. Það vantaði stefnu og kraft og því finnst mér mjög gott að rekstrarforminu hafi verið breytt. það er nauðsynlegt að stokka upp í þessu og að menn geri sér sæmilega ljóst hvað þeir vilja að Ríkisútvarpið geri og til hvers það er. Það hefur ekki verið á hreinu sem er alveg fullkomlega fáránlegt. Það getur hver sem er sagt fréttir og gert skemmtiþætti eða endurvarpað erlendu efni og því ekki hægt að réttlæta tilveru Ríkisútvarpsins með því. Ríkisútvarpið á sér bara eina réttlætingu, það þarf að geta sýnt innlendan vinkil á veruleikann í dagskrárgerð betur en nokkur annar. Ef það gerir það ekki, þá er tilgangslaust að reka það.“ Þú sagðir í upphafi að þú saknaðir þess ekki að vera í eldlínunni fyrir þessar kosningar. Sérðu ekki fyrir þér að snúa aftur í hlutverk spyrilsins á skjánum? „Nei, ekki sem stendur í það minnsta. Þetta var vissulega stórskemmtilegt starf, þroskandi og fjölbreytt og ég hef alltaf unnið með einstaklega skemmtilegu og góðu samstarfsfólki. En það hefur allt sinn tíma og breytingar eru nauðsynlegar til að halda heilanum í lagi. En auðvitað á maður aldrei að segja aldrei, ég vann á blaði og ætlaði aldrei að verða útvarpsmaður, svo varð ég útvarpsmaður og ætlaði aldrei í sjónvarpið en svo var ég allt í einu orðinn sjónvarpsmaður. Aldrei óraði mig fyrir því að ég ætti eftir að vinna hjá alþjóðlegu fjárfestingafélagi. Þannig að þú sérð að þetta er ekki mjög skipulagt líf, markmiðin eru þokukennd en til allrar hamingju hefur þetta lukkast þokkalega fram að þessu þrátt fyrir það.“ Hvað gerirðu þegar þú ert ekki í vinnunni eða að sinna fjölskyldunni? „Hangi á barnum. Nei, ekki alveg. Ég stend í stríði þessa dagana, hættur að reykja eftir tuttugu og eitthvað ár, svo er ég að skipuleggja ferð til Írans um páskana og í árslok ætla ég að vinna afrek sem ég er að undirbúa mig fyrir.“ Hvað er það? „Segi það ekki, talaðu við mig í desember og þá skal ég segja þér hvort það tókst.“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira