Ræbbblar gera við reiðhjól 11. mars 2007 07:00 Hópur pönkara hefur stofnað reiðhjólagengið Ræbbblarnir sem ætlar að setja á fót verkstæði í sumar þar sem fólk getur búið til hjól og lagað gömul með aðstoð gengisins. Ætlar gengið að sækja um skapandi sumarstarf hjá Hinu húsinu í von um að fá styrk til verkefnisins. Einnig stendur til að halda nokkra styrktartónleika til að koma þessari athyglisverðu hugmynd á koppinn. Að sögn Viktors Orra Dieterssonar Pollitz voru Ræbblarnir stofnaðir fyrir um tveimur árum. „Ég og tveir vinir mínir fórum út á pönkfestival sem var haldið í Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Meðfram hátíðinni var haldið „bike-festival" í húsasundunum þar sem pönkarar voru að búa til hjól og kepptu síðan í því að klessa hver á annan. Okkur fannst þetta svo töff að við ákváðum að stofna þennan klúbb," segir Viktor Orri, sem er sjálfur meðlimur pönksveitarinnar Brat Pack. Fjórir pönkarar ætla að starfa við verkstæðið í sumar en alls eru um tuttugu manns í klúbbnum. Ef allt gengur að óskum verður haldin hjólreiðahátíð í sumar þar sem hjólin sem verða búin til á verkstæðinu verða sýnd. Bendir Viktor Orri jafnframt á netfangiðraebbblarnir@gmail.com ef fólk vill senda til hans biluð eða ónýt hjól. Hann segir lítinn skilning vera fyrir hjólreiðamenningu í Reykjavík og vill að úr því verði bætt. „Það eru allir að berjast við að gera Reykjavík að heimsborg en Íslendingar virðast ekki átta sig á því að plássið er að minnka og minnka. Það er ekki endalaust pláss fyrir stæði og bíla og oft er ekki gert ráð fyrir að fólk geti labbað eða hjólað yfir umferðarbrautir." Fyrstu styrktartónleikar Viktors og félaga verða haldnir í Hljómalind í kvöld. Fram koma Innvortis, Deathmetal Supersquad, Retron, The Best Hardcore Band in the World og Brat Pack. - fb Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hópur pönkara hefur stofnað reiðhjólagengið Ræbbblarnir sem ætlar að setja á fót verkstæði í sumar þar sem fólk getur búið til hjól og lagað gömul með aðstoð gengisins. Ætlar gengið að sækja um skapandi sumarstarf hjá Hinu húsinu í von um að fá styrk til verkefnisins. Einnig stendur til að halda nokkra styrktartónleika til að koma þessari athyglisverðu hugmynd á koppinn. Að sögn Viktors Orra Dieterssonar Pollitz voru Ræbblarnir stofnaðir fyrir um tveimur árum. „Ég og tveir vinir mínir fórum út á pönkfestival sem var haldið í Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Meðfram hátíðinni var haldið „bike-festival" í húsasundunum þar sem pönkarar voru að búa til hjól og kepptu síðan í því að klessa hver á annan. Okkur fannst þetta svo töff að við ákváðum að stofna þennan klúbb," segir Viktor Orri, sem er sjálfur meðlimur pönksveitarinnar Brat Pack. Fjórir pönkarar ætla að starfa við verkstæðið í sumar en alls eru um tuttugu manns í klúbbnum. Ef allt gengur að óskum verður haldin hjólreiðahátíð í sumar þar sem hjólin sem verða búin til á verkstæðinu verða sýnd. Bendir Viktor Orri jafnframt á netfangiðraebbblarnir@gmail.com ef fólk vill senda til hans biluð eða ónýt hjól. Hann segir lítinn skilning vera fyrir hjólreiðamenningu í Reykjavík og vill að úr því verði bætt. „Það eru allir að berjast við að gera Reykjavík að heimsborg en Íslendingar virðast ekki átta sig á því að plássið er að minnka og minnka. Það er ekki endalaust pláss fyrir stæði og bíla og oft er ekki gert ráð fyrir að fólk geti labbað eða hjólað yfir umferðarbrautir." Fyrstu styrktartónleikar Viktors og félaga verða haldnir í Hljómalind í kvöld. Fram koma Innvortis, Deathmetal Supersquad, Retron, The Best Hardcore Band in the World og Brat Pack. - fb
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“