Ræbbblar gera við reiðhjól 11. mars 2007 07:00 Hópur pönkara hefur stofnað reiðhjólagengið Ræbbblarnir sem ætlar að setja á fót verkstæði í sumar þar sem fólk getur búið til hjól og lagað gömul með aðstoð gengisins. Ætlar gengið að sækja um skapandi sumarstarf hjá Hinu húsinu í von um að fá styrk til verkefnisins. Einnig stendur til að halda nokkra styrktartónleika til að koma þessari athyglisverðu hugmynd á koppinn. Að sögn Viktors Orra Dieterssonar Pollitz voru Ræbblarnir stofnaðir fyrir um tveimur árum. „Ég og tveir vinir mínir fórum út á pönkfestival sem var haldið í Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Meðfram hátíðinni var haldið „bike-festival" í húsasundunum þar sem pönkarar voru að búa til hjól og kepptu síðan í því að klessa hver á annan. Okkur fannst þetta svo töff að við ákváðum að stofna þennan klúbb," segir Viktor Orri, sem er sjálfur meðlimur pönksveitarinnar Brat Pack. Fjórir pönkarar ætla að starfa við verkstæðið í sumar en alls eru um tuttugu manns í klúbbnum. Ef allt gengur að óskum verður haldin hjólreiðahátíð í sumar þar sem hjólin sem verða búin til á verkstæðinu verða sýnd. Bendir Viktor Orri jafnframt á netfangiðraebbblarnir@gmail.com ef fólk vill senda til hans biluð eða ónýt hjól. Hann segir lítinn skilning vera fyrir hjólreiðamenningu í Reykjavík og vill að úr því verði bætt. „Það eru allir að berjast við að gera Reykjavík að heimsborg en Íslendingar virðast ekki átta sig á því að plássið er að minnka og minnka. Það er ekki endalaust pláss fyrir stæði og bíla og oft er ekki gert ráð fyrir að fólk geti labbað eða hjólað yfir umferðarbrautir." Fyrstu styrktartónleikar Viktors og félaga verða haldnir í Hljómalind í kvöld. Fram koma Innvortis, Deathmetal Supersquad, Retron, The Best Hardcore Band in the World og Brat Pack. - fb Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hópur pönkara hefur stofnað reiðhjólagengið Ræbbblarnir sem ætlar að setja á fót verkstæði í sumar þar sem fólk getur búið til hjól og lagað gömul með aðstoð gengisins. Ætlar gengið að sækja um skapandi sumarstarf hjá Hinu húsinu í von um að fá styrk til verkefnisins. Einnig stendur til að halda nokkra styrktartónleika til að koma þessari athyglisverðu hugmynd á koppinn. Að sögn Viktors Orra Dieterssonar Pollitz voru Ræbblarnir stofnaðir fyrir um tveimur árum. „Ég og tveir vinir mínir fórum út á pönkfestival sem var haldið í Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Meðfram hátíðinni var haldið „bike-festival" í húsasundunum þar sem pönkarar voru að búa til hjól og kepptu síðan í því að klessa hver á annan. Okkur fannst þetta svo töff að við ákváðum að stofna þennan klúbb," segir Viktor Orri, sem er sjálfur meðlimur pönksveitarinnar Brat Pack. Fjórir pönkarar ætla að starfa við verkstæðið í sumar en alls eru um tuttugu manns í klúbbnum. Ef allt gengur að óskum verður haldin hjólreiðahátíð í sumar þar sem hjólin sem verða búin til á verkstæðinu verða sýnd. Bendir Viktor Orri jafnframt á netfangiðraebbblarnir@gmail.com ef fólk vill senda til hans biluð eða ónýt hjól. Hann segir lítinn skilning vera fyrir hjólreiðamenningu í Reykjavík og vill að úr því verði bætt. „Það eru allir að berjast við að gera Reykjavík að heimsborg en Íslendingar virðast ekki átta sig á því að plássið er að minnka og minnka. Það er ekki endalaust pláss fyrir stæði og bíla og oft er ekki gert ráð fyrir að fólk geti labbað eða hjólað yfir umferðarbrautir." Fyrstu styrktartónleikar Viktors og félaga verða haldnir í Hljómalind í kvöld. Fram koma Innvortis, Deathmetal Supersquad, Retron, The Best Hardcore Band in the World og Brat Pack. - fb
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira