Vodafone skrifar undir á Indlandi 16. mars 2007 00:01 Arun Sarin, forstjóri Vodafone og Ravi Ruia, varaformaður stjórnar Essar, takast í hendur eftir að Vodafone skrifaði undir kaup á meirihlutaeign í fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Mynd/AFP Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. Í samningnum er kveðið á um að félagið muni skipta um nafn og muni eftirleiðis heita Vodafone Essar og verða vörur og öll þjónusta félagsins auglýstar undir merki Vodafone. Ravi Ruia, varastjórnarformaður Essar, sem fer með 33 prósenta hlut í félaginu, verður eini fulltrúi Essar í stjórn fjarskipafélagsins en hann verður stjórnarformaður Vodafone Essar. Þetta er þvert á væntingar Essar sem upphaflega fór fram á jafna skiptingu í stjórn Vodafone Essar. Vodafone mun sömuleiðis hafa forkaupsrétt að öllum bréfum félagsins ákveði Essar að losa sig við þau. Fátt bendir hins vegar til þess að Vodafone kaupi Essar út úr félaginu en indversk hlutafélagalög meina erlendum aðilum að eiga meira en 74 prósent í innlendum fjarskiptafélögum. Breska ríkisútvarpið segir Vodafone stefna að mikilli uppbyggingu á Indlandi og hafi eyrnamerkt tvo milljarða punda, jafnvirði tæpra 262 milljarða íslenskra króna, sérstaklega vegna þessa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. Í samningnum er kveðið á um að félagið muni skipta um nafn og muni eftirleiðis heita Vodafone Essar og verða vörur og öll þjónusta félagsins auglýstar undir merki Vodafone. Ravi Ruia, varastjórnarformaður Essar, sem fer með 33 prósenta hlut í félaginu, verður eini fulltrúi Essar í stjórn fjarskipafélagsins en hann verður stjórnarformaður Vodafone Essar. Þetta er þvert á væntingar Essar sem upphaflega fór fram á jafna skiptingu í stjórn Vodafone Essar. Vodafone mun sömuleiðis hafa forkaupsrétt að öllum bréfum félagsins ákveði Essar að losa sig við þau. Fátt bendir hins vegar til þess að Vodafone kaupi Essar út úr félaginu en indversk hlutafélagalög meina erlendum aðilum að eiga meira en 74 prósent í innlendum fjarskiptafélögum. Breska ríkisútvarpið segir Vodafone stefna að mikilli uppbyggingu á Indlandi og hafi eyrnamerkt tvo milljarða punda, jafnvirði tæpra 262 milljarða íslenskra króna, sérstaklega vegna þessa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira