Ósamræmi hjá lögreglu 16. mars 2007 05:00 Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna. Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna.
Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00
Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30