Athyglin var næstum yfirþyrmandi 22. mars 2007 03:00 "Mamma valdi á mig bláan skósíðan kjól sem ég var aldrei fullkomlega sátt við.“ Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni." Fermingar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni."
Fermingar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira