Volta Bjarkar komin á netið 31. mars 2007 13:15 Ásmundur Jónsson segir leka á netið vera órjúfanlegan hluta af því að gefa út plötur í dag. „Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“ Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira