Kynjajafnræði mest hjá Framsókn Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn eru með mest jafnræði milli kynja á framboðslistum sínum. Einungis fjórir af átján frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins sem sitja í þremur efstu sætum á framb 31. mars 2007 14:38 Tuttugu og þrír af 63 þingmönnum þjóðarinnar eru konur, eða 37 prósent þeirra. Fjórar konur gegna ráðherraembættum, en þau eru allt í allt tólf. Þrjár þeirra eru framsóknarkonur, Jónína Bjartmarz, Siv Friðleifsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Eini kvenráðherra Sjálfstæðisflokksins er menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Einn þingflokksformaður konaÞá er einungis ein kona þingflokksformaður í þeim fimm flokkum sem nú sitja á Alþingi, Arnbjörg Sveinsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum. Þegar tólf fastanefndir Alþingis eru skoðaðar kemur í ljós að staða kvenna þar er einnig ójöfn. Tvær konur gegna formennsku í þessum nefndum, Drífa Hjartardóttir í landbúnaðarnefnd og Dagný Jónsdóttir í félagsmálanefnd. Af þeim 110 sætum sem eru í boði í fastanefndunum tilheyra 33 konum, eða tæpur þriðjungur. Staðan er lítið jafnari í alþjóðanefndum þingsins þar sem konur sitja í 27 sætum af þeim 74 sem eru í boði. Í tveimur af níu alþjóðanefndunum eru kvenkyns formenn, Ásta Möller í Íslandsdeild Alþjóðaþingsambandsins og Sigríður Anna Þórðardóttir í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Veik staða sjálfstæðiskvennaÞegar staða kvenna á framboðslistum flokkanna fyrir komandi alþingiskosningar er krufin vekur veik staða kvenna í efstu þremur sætum á listum Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum athygli. Af átján frambjóðendum sem sitja í þeim sætum eru einungis fjórar konur, eða 22 prósent þeirra sem þar er teflt fram. Það er lægsta hlutfall kvenna í framvarðasveit þingflokkanna fimm. Helmingur sjálfstæðiskvenna í efstu sætunum eru boðnar fram í Norðausturkjördæmi, þar sem Arnbjörg Sveinsdóttir og Ólöf Norðdal sitja í öðru og þriðja sæti. Ein kona leiðir lista Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þrettán af þeim sautján konum sem teflt er fram í efstu sætum á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins sitja því í fjórða til sjötta sæti, sem þýðir að konur eru 76 prósent þeirra sem sitja í þeim sætum á listunum. Af 23 núverandi þingmönnum flokksins eru sjö konur, eða tæpur þriðjungur þingliðs hans. Ein kona leiðir framboðslistaReykjavík suður er eina af sex kjördæmum landsins þar sem Samfylkingin býður fram konu sem leiðtoga lista, en þar situr formaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hlutfall kvenna í sex efstu sætum er það sama og hjá Sjálfstæðisflokknum, eða 47 prósent. Þar af sitja 7 í þremur efstu sætunum, sem gerir það að verkum að 39 prósent frambjóðenda flokksins í þeim sætum eru konur. Á síðasta kjörtímabili voru níu af nítján þingmönnum flokksins konur. Mikið jafnræði hjá FramsóknFramsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem er með jafn margar konur sem leiða lista í kjördæmunum sex og karlmenn, en kvenráðherrar flokksins skipa allar efsta sæti framboðslistanna í sínu kjördæmi. Þá eru fleiri konur í efstu sex sætum á listum flokksins en karlmenn og fullkomið jafnræði milli kynjanna þegar horft er á efstu þrjú sætin. Fimm af ellefu þingmönnum flokksins eru konur og líkt og fyrr segir eru þrír af sex ráðherrum flokksins kvenkyns. Meirihluti efstu manna konurVinstri græn er sá flokkur sem er með flestar konur í efstu sex sætum á framboðslistum sínum, eða 21. Það þýðir að tæplega 60 prósent frambjóðenda flokksins í þeim sætum eru konur. Flokkurinn er líka sá eini sem er með fleiri konur í efstu þremur sætum framboðslista sinna þar sem þær sitja í tíu sætum af átján. Vinstri græn halda þó ekki jafnræði milli kynjanna þegar kemur að þeim sem leiða listana, því fjórir af sex efstu mönnum eru karlar. Þingflokkur þeirra samanstendur í dag af tveimur konum og þremur körlum. Minnst kynjajafnræði allraFrjálslyndi flokkurinn er sá flokkur sem er með minnst jafnræði milli kynjanna á framboðslistum sínum. Þeir deila því með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni að tefla einungis fram einni konu sem leiðtoga á framboðslista, en það er Kolbrún Stefánsdóttir í Suðvesturkjördæmi. Sex aðrar konur sitja í efstu þremur sætum framboðslista Frjálslyndra auk Kolbrúnar, en fjórar þeirra sitja þó í þriðja sæti. Flokkurinn er með takmarkaðasta framboð kvenna í sex efstu sætum lista sinna af öllum núverandi stjórnmálaflokkum á þingi, en þrettán af 36 frambjóðendum sem þar sitja eru kvenkyns. Þá eru allir fimm þingmenn flokksins í dag karlmenn. Hvorki Íslandshreyfingin né baráttusamtök eldri borgara og öryrkja, sem hafa tilkynnt framboð til Alþingis, hafa klárað framboðslista sína og því liggur staða kvenna á þeim ekki fyrir. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Tuttugu og þrír af 63 þingmönnum þjóðarinnar eru konur, eða 37 prósent þeirra. Fjórar konur gegna ráðherraembættum, en þau eru allt í allt tólf. Þrjár þeirra eru framsóknarkonur, Jónína Bjartmarz, Siv Friðleifsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Eini kvenráðherra Sjálfstæðisflokksins er menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Einn þingflokksformaður konaÞá er einungis ein kona þingflokksformaður í þeim fimm flokkum sem nú sitja á Alþingi, Arnbjörg Sveinsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum. Þegar tólf fastanefndir Alþingis eru skoðaðar kemur í ljós að staða kvenna þar er einnig ójöfn. Tvær konur gegna formennsku í þessum nefndum, Drífa Hjartardóttir í landbúnaðarnefnd og Dagný Jónsdóttir í félagsmálanefnd. Af þeim 110 sætum sem eru í boði í fastanefndunum tilheyra 33 konum, eða tæpur þriðjungur. Staðan er lítið jafnari í alþjóðanefndum þingsins þar sem konur sitja í 27 sætum af þeim 74 sem eru í boði. Í tveimur af níu alþjóðanefndunum eru kvenkyns formenn, Ásta Möller í Íslandsdeild Alþjóðaþingsambandsins og Sigríður Anna Þórðardóttir í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Veik staða sjálfstæðiskvennaÞegar staða kvenna á framboðslistum flokkanna fyrir komandi alþingiskosningar er krufin vekur veik staða kvenna í efstu þremur sætum á listum Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum athygli. Af átján frambjóðendum sem sitja í þeim sætum eru einungis fjórar konur, eða 22 prósent þeirra sem þar er teflt fram. Það er lægsta hlutfall kvenna í framvarðasveit þingflokkanna fimm. Helmingur sjálfstæðiskvenna í efstu sætunum eru boðnar fram í Norðausturkjördæmi, þar sem Arnbjörg Sveinsdóttir og Ólöf Norðdal sitja í öðru og þriðja sæti. Ein kona leiðir lista Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þrettán af þeim sautján konum sem teflt er fram í efstu sætum á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins sitja því í fjórða til sjötta sæti, sem þýðir að konur eru 76 prósent þeirra sem sitja í þeim sætum á listunum. Af 23 núverandi þingmönnum flokksins eru sjö konur, eða tæpur þriðjungur þingliðs hans. Ein kona leiðir framboðslistaReykjavík suður er eina af sex kjördæmum landsins þar sem Samfylkingin býður fram konu sem leiðtoga lista, en þar situr formaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hlutfall kvenna í sex efstu sætum er það sama og hjá Sjálfstæðisflokknum, eða 47 prósent. Þar af sitja 7 í þremur efstu sætunum, sem gerir það að verkum að 39 prósent frambjóðenda flokksins í þeim sætum eru konur. Á síðasta kjörtímabili voru níu af nítján þingmönnum flokksins konur. Mikið jafnræði hjá FramsóknFramsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem er með jafn margar konur sem leiða lista í kjördæmunum sex og karlmenn, en kvenráðherrar flokksins skipa allar efsta sæti framboðslistanna í sínu kjördæmi. Þá eru fleiri konur í efstu sex sætum á listum flokksins en karlmenn og fullkomið jafnræði milli kynjanna þegar horft er á efstu þrjú sætin. Fimm af ellefu þingmönnum flokksins eru konur og líkt og fyrr segir eru þrír af sex ráðherrum flokksins kvenkyns. Meirihluti efstu manna konurVinstri græn er sá flokkur sem er með flestar konur í efstu sex sætum á framboðslistum sínum, eða 21. Það þýðir að tæplega 60 prósent frambjóðenda flokksins í þeim sætum eru konur. Flokkurinn er líka sá eini sem er með fleiri konur í efstu þremur sætum framboðslista sinna þar sem þær sitja í tíu sætum af átján. Vinstri græn halda þó ekki jafnræði milli kynjanna þegar kemur að þeim sem leiða listana, því fjórir af sex efstu mönnum eru karlar. Þingflokkur þeirra samanstendur í dag af tveimur konum og þremur körlum. Minnst kynjajafnræði allraFrjálslyndi flokkurinn er sá flokkur sem er með minnst jafnræði milli kynjanna á framboðslistum sínum. Þeir deila því með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni að tefla einungis fram einni konu sem leiðtoga á framboðslista, en það er Kolbrún Stefánsdóttir í Suðvesturkjördæmi. Sex aðrar konur sitja í efstu þremur sætum framboðslista Frjálslyndra auk Kolbrúnar, en fjórar þeirra sitja þó í þriðja sæti. Flokkurinn er með takmarkaðasta framboð kvenna í sex efstu sætum lista sinna af öllum núverandi stjórnmálaflokkum á þingi, en þrettán af 36 frambjóðendum sem þar sitja eru kvenkyns. Þá eru allir fimm þingmenn flokksins í dag karlmenn. Hvorki Íslandshreyfingin né baráttusamtök eldri borgara og öryrkja, sem hafa tilkynnt framboð til Alþingis, hafa klárað framboðslista sína og því liggur staða kvenna á þeim ekki fyrir.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira