Elísabet Englandsdrottning fremur sjálfsvíg í nýjum þætti bandarísku teiknimyndaseríunnar South Park. Í þættinum er gert grín að spennumyndaflokknum 24, þar sem Bretar eru sagðir standa á bak við áform um að taka yfir Bandaríkin. Þegar áformin ganga úr skaftinu stingur drottningin byssu í munninn á sér og skýtur sig.
Ellefta þáttaröðin af South Park er í gangi um þessar mundir. Þættirnir hafa lengi verið umdeildir, þar sem m.a. hefur verið gert grín að Múhameð, Maríu mey, Tom Cruise og Vísindakirkjunni.